þriðjudagur, júní 14, 2005

Ókei nú er þetta allt að gerast.......fimm ára stúdentsafmælið að verða að veruleika! Ég ætla að dansa og drekka og djúsa og skemmta mér ógeðslega mikið - þannig að ég ætla rétt að vona að aðrir verði jafn skemmtilegir og ég ætla mér að vera. ÉG ætla samt ekki að drekka bláa bollu verði hún á boðstólnum - það fór ekki svo vel síðast!

Í dag er sem sagt síðasti vinnudagurinn minn í þessari viku -- váá -- það er yndislegt. Er bara að vinna til fjögur og svo bara að undirbúa sig fyrir brottför. Svanhildur kemur til landsins í kvöld og við ætlum að bruna af stað um hádegisbil á morgun. Hann Kiddi okkar hefur enn einu sinni sýnt sína alræmdu gestrisni og ætlar að hýsa okkur aðra nótt!!! Villi kemur síðan á 16. og ég býst við að gista bara í sveitinni hjá tengdó þá nóttina - reyndar er það smávegis vesen -í fyrsta lagi djöfull dýrt enda verður hátíðartaxti hjá leigubílunum og þess vegna er eiginlega algert möst að við Villinn verðum samferða heim. Ég er því búin að tilkynna honum það að hann verði bara að gjöra svo vel að halda út þangað til mig langar að fara heim :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home