mánudagur, maí 30, 2005

Helgin búin og raunveruleikinn tekinn við. Þetta var annars ágætis helgi í flesta staði. Var komin í rúmið á miðnætti á föstudag, úrvinda eftir langa vinnuviku. Ég var því eiturhress á laugardagsmorguninn - labbaði laugaveginn með Örnu og síðan fórum við á rúntinn sem endaði í Hveragerði eftir að Arna tók vitlausa beygju í eitt skiptið! Kíktum í Eden. Það var eins og stíga 15 ár aftur í tímann nema hvað að beint á móti er einungis eftir grunnurinn af Tívolíinu góða.
Á laugardagskvöldið var svo LOST kvöld heima hjá mér þar sem planið var að klára LOST seríuna og drekka bjór. Eftir tvo þætti og aðeins fleiri bjóra var fólk orðið skrafhreifnara en áður og athyglin ekki alveg á þáttunum. Sýningin var því stöðvuð og ákveðið að láta LOST bíða aðeins lengur. Ég yfirgaf síðan teitina og hélt í heimsókn í teiti hjá Soffíu og vinkonum og þaðan fór ég á 22. Þetta gerðist allt saman frekar snemma kvölds og mín var komin heim í rúmið klukkan 01:00....einstaklega dugleg!!

ég og Villi kláruðum síðan LoST seríuna í gær ---- mjög spennandi.....verst hvað er langt í næstu!

Horfði síðan á White noise......ekki nógu gott......góð hugmynd en hefði verið hægt að gera hana miklu betri. Persónusköpunin var sama og engin, og margt annað sem hefði mátt fara betur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home