þriðjudagur, mars 15, 2005

Ó mæ god! Skólaleiði dauðans heldur mér í heljargreipum - enda ekki skrítið þegar tímarnir eru jafn leiðinlegir og gagnslausir og grænlensk knattspyrna! Held ég fari ekki áfram í haust enginn nennir í það - er að hugsa um að eiga bara tvíbura sem halda mér upptekinni næstu árin! Er einhver til í að passa?

Annars er ótrúlega lítið að frétta þessa dagana......er vonandi að losna við eilífðarkvefið og jafnvel hóstinn fer skánandi, er allavegana hætt að eyða stórfé í mixtúrur - sem er gott - ég var farin að fara í mismunandi Apótek til þess að versla hóstastillandi og verkjatöflur - fannst þetta farið að líta frekar grunsamlega út.

Ógeðslega er ég samt fegin að Idolið er búið - þetta var farið að verða svo bindandi svona eins og Leiðarljós....sem ég b.t.w. get ekki horft á lengur þar sem að ég er akkúrat að sækja strákan í leikskólann, baða, strauja og kubba á þessum tíma núna. Fréttainnskot af þættinum eru því vel þegin :o)

Ótrúlegt en satt þá er ég antibíóistinn búin að fara tvisvar í bíó á tveimur vikum á Million dollar baby og Hitch - fínar myndir - fínt að fara í bíó (allavegana þegar maður fær borgað fyrir það)
Er síðan að fara í leikhús á "Ég er enginn hommi" á föstudaginn - fæ líka borgað fyrir það - vill einhver koma með...á frímiða?!!

Svo fæ ég líka borgað fyrir að vera í golfkennslu hjá besta golfkennara landsins - prófaði æfingasvæðiði á Básum um helgina....það er ógeðslega gaman - fer á Korpúlfsstaði næstu helgi að æfa púttið!

Vildi að ég fengi borgað fyrir að vera í skólanum og fyrir að djamma og ekki væri verra að fá borgað fyrir að horfa á sjónvarpið - þá væri ég hátekjukona og myndi bjóða ykkur öllum til útlanda.

Annars dreymdi mig að flugvél crashaði á leikskólann á Skagaströnd....það slasaðist samt enginn! Held að það hafi verið hryðjuverk og ég óttast að það rætist.....bara ekki á Skagaströnd heldur í útlandinu eins og þegar mig dreymdi fyrir flóðunum nema þá gerðust þau á Skagaströnd líka! Ég er bara að koma þessu á public prent svo að einhver trúi mér þegar þetta rætist!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home