föstudagur, júní 03, 2005

Þá er enn ein helgin að ganga í garð með sjómannadeginum og tilheyrandi hátíðarhöldum. Hátíð hafsins í Reykjavík, síkátur sjóari í Grindavík og fleiri fleiri hátíðir um allt land. Leið mín liggur í heimahagana þessa helgina þar sem að ég vonast eftir stórkostlegu veðri og góðum mat í faðmi fjölskyldunnar. Missi reyndar af stórafmæli Ingólfs hennar Bjöggu - sem er leiðinlegt mjög enda skilst mér að margt verði um manninn í Gautlandinu annað kvöld. Einnig missi ég af gæsun Siggu frænku sem gengur í það heilaga 18.júní - ég bæti það upp með því að mæta í brúðkaupið. En fjölskyldan kallar eftir heimsókn enda ár og aldir síðan ég kom síðast á ströndina.
Stefnan tekin á hátíðarhöld á morgun, golf, grill og góða skapið - og ef til vill einstaka heimsóknir til vina og vandamanna!!

Um næstu helgi mun ég hins vegar halda til í borginni enda ýmislegt um að vera - tvöfalt 30 afmæli hjá Hlyn og Rögnu og einnig skilst mér að Daníel Bangsapabbi sé að flytja inn í nýja gríðarstóra einbýlishúsið sitt og bjóði því til fagnaðar af því tilefni.

Góða helgi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home