miðvikudagur, maí 25, 2005

Líf mitt hefur öðlast tilgang á ný - tilgangur lífs míns í dag og næstu 100 daga eða svo er að vinna og vinna og vinna og vinna, ekki minna en 12 tíma á dag! Dagur 1 í nýju lífi var í gær - hann gekk vel og ekki sakaði að það er MEGA-vika hjá Domino´s! Það er því ekki víst að þið eigið eftir að sjá mikið af mér þetta sumarið þar sem að dagarnir hjá mér líða einhvern veginn svona:

Vakning 6:45 - 07:00 - Snús, á fætur, sturta, andlit, hársléttun, morgunmatur
Vesturgarður 08:00 - 15:50 - Hefðbundin skrifstofustörf innan félagsþjónustunnar
Keyrsla 15:50 - 16:25 - Sæki strákana í leikskólana
Láland 16:25 - c.a. 20:00 - Vinna í Lálandi
Annað eftir kl. 20:00 - Heim að hitta Villa minn, sjónvarpsgláp, heimsóknir eða annað afslappandi. Planið er samt að hér verði farið út að hjóla á góðviðrisdögum eða jafnvel ganga því einhver hvíslaði því að mér að hreyfing væri heilsubót!
Svefn 24:00/01:00 - 06:45 - Svefn og aðrar svefnherbergisvenjur

Eins og þið sjáið þá gæti orðið erfitt að ná í mig í sumar og enn erfiðara að hitta á mig - en endilega reynið af og til! Helgarnar eru reyndar lausar að mestu - fyrir utan þrjú brúðkaup, stúdentsafmæli og eitthvað svoleiðis smávægilegt :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home