Mörgum finnst tilbreytingalaust líf leiðinlegt. Ég er ekki ein af þeim - mér þykir tiltölulega vænt um mitt tilbreytingalausa líf. Fólk talar svo oft um að tilbreyting geti ekki verið neitt annað en góð - það er bara kjaftæði. Mér finnst fínt að geta sofið fram að hádegi flesta daga, drukkið bjór við tækifæri, legið í sófanum á kvöldin og horft á tilgangslausa þætti um sakamál og lýtalækningar. Mér finnst fínt að sofna alltaf við hliðina á Villa en ekki alltaf nýjum og nýjum þó að það hafi kannski einhvern tímann verið stíllinn! Mér þætti þar af leiðandi ekki góð tilbreyting í því að þurfa alltaf að vakna eldsnemma á morgnanna, mega ekki fá mér bjór, missa Skjá 1 og Stöð 2 og þurfa allt í einu að sofna við hliðina á nágrannanum uppi! Fólk vanmetur hversdagslífið og gleymir því að breytingar eru ekki alltaf til góðs!
Þrátt fyrir það var það ágætis tilbreyting um helgina að skreppa norður á Akureyri og kanna land og aðstæður áður en að fimm ára stúdentsafmæli gengur í garð. Hólmar hinn "ó"hófsami festi nýlega kaup á stórglæsilegri íbúð í miðbæ Akureyrar og í tilefni þess hélt hann partý. Hann átti einnig stórafmæli þann 14. apríl og í tilefni þess hélt hann líka partý. Hann hélt líka annað partý en ég veit ekki af hvaða tilefni það var. Það var því gengdarlaust stuð fyrir norðan alla helgina í góðum félagsskap. Kiddi sýndi sína alkunnu gestrisni og leyfði mér að gista - enn einu sinni. Djammið gekk stóráfallalaust fyrir sig þrátt fyrir að aðfaranótt sunnudags sé í töluverðri móðu og jafnvel myrkri á köflum og vil ég kenna bláu bollunni hans Hólmar alfarið um. Fólk hefur þó reynt að fylla inní þær fjölmörgu eyður sem mynduðust í minni mínu þessa nótt - það gengur misvel. Átti í löngum samræðum við Hlyn inni á Amor - af þeim man ég fyrstu setninguna og síðan ekki söguna meir....vona bara að ég hafi hegðað mér mannsæmandi miðað við ölvunarástandið!!!
Verð bara að vona að þessi æfing fyrir 5 ára stúdentsafmælið sé ekki nákvæm lýsing á atburðum sem þar munu eiga sér stað - allra vegna!!
Þrátt fyrir það var það ágætis tilbreyting um helgina að skreppa norður á Akureyri og kanna land og aðstæður áður en að fimm ára stúdentsafmæli gengur í garð. Hólmar hinn "ó"hófsami festi nýlega kaup á stórglæsilegri íbúð í miðbæ Akureyrar og í tilefni þess hélt hann partý. Hann átti einnig stórafmæli þann 14. apríl og í tilefni þess hélt hann líka partý. Hann hélt líka annað partý en ég veit ekki af hvaða tilefni það var. Það var því gengdarlaust stuð fyrir norðan alla helgina í góðum félagsskap. Kiddi sýndi sína alkunnu gestrisni og leyfði mér að gista - enn einu sinni. Djammið gekk stóráfallalaust fyrir sig þrátt fyrir að aðfaranótt sunnudags sé í töluverðri móðu og jafnvel myrkri á köflum og vil ég kenna bláu bollunni hans Hólmar alfarið um. Fólk hefur þó reynt að fylla inní þær fjölmörgu eyður sem mynduðust í minni mínu þessa nótt - það gengur misvel. Átti í löngum samræðum við Hlyn inni á Amor - af þeim man ég fyrstu setninguna og síðan ekki söguna meir....vona bara að ég hafi hegðað mér mannsæmandi miðað við ölvunarástandið!!!
Verð bara að vona að þessi æfing fyrir 5 ára stúdentsafmælið sé ekki nákvæm lýsing á atburðum sem þar munu eiga sér stað - allra vegna!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home