miðvikudagur, júní 22, 2005

Ég hef tekið að mér enn eina vinnuna – já það ætti ekki að vefjast fyrir neinum hvers kyns dugnaðarforkur ég er. Þetta er meira að segja sjálfboðavinna sem verður unnin eftir seinniparts/kvöldvinnuna mína og um helgar.....þó eingöngu á sólríkum dögum!

Annars langar mig að auglýsa eftir fólki sem tók myndir á ríjúníoninu í síðustu viku – ég tók engar enda á ég ekki digitalvél og eins og allir vita er hreint út sagt hallærislegt að taka myndir á venjulega, ódýra filmumyndavél + að ég hef ekki sent síðustu 25 filmur sem ég hef tekið á, í framköllun – það virtist því til lítils að fara að taka fleiri myndir!!

Annars horfði ég á ótrúlega fyndna þætti í gærkvöldi. PENN & TELLER – BULLSHIT minnir mig að þeir heiti. Þar eru tveir menn sem gera sig út fyrir að vera gífurlegir efasemdarmenn um allt sem ekki er stutt vísindalegum gögnum. Þættirnir ganga í stuttu máli út á að drulla yfir hluti eins og miðla, óhefðbundnar lækningar, tilvist geimvera og þá sem sagst hafa verið numdir á brott að slíkum og fleiru og fleiru. Þeir taka viðtöl og sýna frá viðkomandi fólki og ræða svo við vísindamenn og lækna um sannleiksgildi þessa fólks.

Dæmi: Penn og Teller fóru á risa ráðstefnu um geimverur og alien abduction. Þar ræddu þeir við ýmsa gesti og fyrirlesara sem margir hverjir hafa gefið út fjölda bóka og grætt á tá og fingri á trúgjörnu fólki. Þar var líka viðtal við konu sem sagðist hafa verið numin á brott af geimverum í fjölda skipta. Penn og Teller sýndu henni þá silfrað “verkfæri” og spurði hvort hún kannaðist við að hafa séð það meðal geimveranna. Konan hélt nú það og handlék “verkfærið” grátklökk á meðan hún lýsti því hversu gífurlega þróuð verkfæri og tæki geimverurnar notuðu. Og hún kannaðist sko sérstaklega vel við þetta verkfæri enda höfðu geimverurnar stungið því upp í nösina á henni til þess að koma einhverju þar fyrir!!! Þetta var einstaklega skemmtileg lýsing hjá konunni og hún virtist virkilega trúa sjálfri sér – kannski hefði ég trúað henni líka ef að “verkfærið” hefði ekki í raun og veru verið víbrador alsettum smáum kúlum – til aukinnar ánægju – líklega í endaþarmi (sökum grannleika) sem áður hafði verið fjólublár en spreyjaður silfurspreyi = í geimveruverkfærafelulitum!!!!
Á stundum sem þessum sannfærist ég um að það sé fólk þarna úti sem á sér virkilega ekkert líf!

Fyrsta júlí helgin
Síðustu tvö ár hefur leið mín legið á Skóga þessa miklu ferðahelgi (reyndar finnst mér endalaust vera talað um miklar ferðahelgar í fréttum af umferð en hvað um það...) Í ár er ég hins vegar ekki viss um hvert leiðin liggur. Í boði er þó ýmislegt og má þá nefna:

n Skógahátíðina sem væntanlega er með hefðbundnu sniði og venjulega. Hefur hingað til tekist mjög vel enda samferðafólk einstaklega skemmtilegt og ekki spillir fyrir að Nexus er uppruninn á Skógum.
n Sæl Vinkona sem er hátíð í Skagafirði haldin af frumkvöðlakonunni Þórhildi Gísladóttur sem reynir nú að lokka vini, vandamenn og alla aðra í Skagafjarðarsæluna með tilheyrandi gleði og sveitaskap
n Óvænt útilega í guðs grænni náttúrunni, með góðum félögum, góðum bjór og góðu skapi – hvert á land sem er
n Reykjavík eins og vanalega, halda partý og kíkja í bæinn.

Hvað segiði er einhver til í eitthvað af þessu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home