þriðjudagur, júní 21, 2005

Þá er ég komin til baka að norðan - kom reyndar að kvöldi 17.júní eftir viðburðaríka daga á elsku Akureyri. Þar fór fram fagnaður gamallra og ekki svo gamallra stúdenta úr MA. Á miðvikudeginum var bekkjarpartý hjá Hólmari - af hinni alkunnu góðmennsku okkar leyfðum við G-bekknum að vera með. Eftir smávægilegar upprifjanir á hver væri að gera hvað - sem við vissum nú flest var haldið á Amor þar sem allir bekkirnir sameinuðust í gríðarlegu tjútti fram á nótt. Mér leið næstum nákvæmlega eins og ég væri komin í menntó aftur - sem var góð tilfinning - mér fannst svo sérstaklega gaman að lífinu þá! Get nú ekki sagt að margir hafi breyst - það er að segja svona til að tala um - sem var gott, í sumum tilfellum - ekki öðrum ;o)
Það má með sanni segja að sumir hafi átt snilldartakta þetta kvöldið hvort sem var á dansgólfinu eða í misviturlegum athugasemdum.....í þessu tilfelli langar mig helst að nefna Stellu og Heiðu Valgeirs - af misaugljósum ástæðum!

16.júní var svo aðalkvöldið þar sem að árgangar hófu daginn á bekkjarpartýum en lögðu svo leið sína í Íþróttahöllina í sameiginlega veislu. Þar fóru fram ýmsar ræður og skemmtiatriði sem sum fóru fram hjá mér en önnur ekki - upp úr stóð samt "aldraður" maður sem "söng" eitthvað hakkalakkabakka lag á mjög einstakan hátt!!! --- Jú og svo auðvitað Lísa sem stóð sig brilljant vel sem fulltrúi okkar 5 ára stúdenta! Að loknum ræðuhöldum, skemmtiatriðum og mat héldu Jónsi og félagar uppi ballstuði. ÉG vildi geta sagst hafa tjúttað fram á rauða nótt eins og planið var en takmarkað þægilegir hælaskór gerðu það að verkum að ég gat ekki staðið í lappirnar lengur en til tvö - þá dró ég Villa, sem enn var í gríðarlegu stuði, heim í sveitina - ég tók nú samt nokkur dansspor í stofunni þar, svona þegar ég var komin úr skónum!!!

Æji þetta var ógeðslega gaman - og ég er strax farin að hlakka til 10 ára stúdentsafmælisins!

Ég fór svo í brúðkaup hjá Siggu frænku á laugardaginn og rétt tókst að halda aftur af tárunum í athöfninni - ég er svo ógeðslega mikið softie!! Um kvöldið kom Rebekka í heimsókn - við kíktum aðeins á Danna og Gunna á Óliver......ég var samt farin snemma heim enda búin á því eftir vikuna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home