föstudagur, nóvember 12, 2004

Karlar koma oft bara af fjöllum þegar konan biður um skilnað!!!!! Þetta segir allavegana konan sem er með fyrirlestur núna. Ég veit ekki hvaða kona þetta er...mætti og seint og hún var greinilega búin að kynna sig....veit heldur ekki um hvað fyrirlesturinn er ég heyrði bara fyrstu þrjár mínúturnar af honum en uppgvötaði þá hversu merkilega leiðinlegur og tilgangslaus hann var og bældi niður þessar þrjár mínútur- þangað til að hún sagði þessa merkilegu setningu!!
Já það dugir greinilega ekkert nema að nefna skilnað til að ná kallinum sínum af fjöllum....sem betur fer eyðir minn maður ekki miklum tíma á fjöllum - man að hann fór einu sinni á Esjuna þegar við vorum nýfarin að láta stefna í það að vera í sambandi. Ég þurfti ekki að nefna skilnað til þess að ná honum af Esjunni.....hann kom alveg af sjálfsdáðum þótt hann hefði örugglega viljað þá að ég ætti þyrlu til þess að fljúga hann niður....enda gat hann ekki gengið í nokkra daga á eftir!
Konan hans Haraldar ofurhuga ætti kannski að hringja í gegnum gervihnattarsímann og segjast ætla að skilja við hann.....það gæti fengið hann til þess að hætta þessu djöfulsins fjallahlaupi á Evrest og aðra tinda...og þó...

Það stefnir hins vegar í að ég muni eyða jólum og áramótum og dögum þar í kring upp í fjöllum langt langt í burtu. Stefnan er tekin á nú mitt annað heimaland Slóveníu þar sem að ég mun eiga rómantísk jól í fjallakofa í ölpunum með karlmann á hvora hönd til að stjana við mig og kannski einn til á aðra löppina - verður örugglega huggulegt! Ég hef samt ákveðið að taka með jólaseríur og skraut sjálf....treysti ekki alveg mönnunum í að gera jólalegt! Ef að ég verð svo ekki étin af skógarbirni, bitin af snáki eða stönguð af dádýri (hmmmm) er planið að keyra síðan yfir í austurrísku alpana og eyða nokkrum dögum í kringum áramótin á bretti. Eins og kunnugir vita hef ég farið þræl oft á snjóbretti eða alls tvisvar sinnum....strákarnir hafa farið töluvert oftar en ég hef tröllatrú á að tært fjallaloft Austurríkis og smá bjór uppí fjalli geri gæfumuninn. Verður eiginlega að gera það ef að ég á að geta fylgt strákunum eftir. Ætlar samt að taka Big footana mína með til öryggis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home