föstudagur, október 08, 2004

Nú hafa mér borist fyrirspurnir um hvort að ég sé í bloggverkfalli sem samúðarverkfalli með kennurum - og jú sú er nú raunin. Ótrúlegt en satt miðað við ódugnað minn undanfarin ár við að læra þá er ég tengd aragrúa af kennurum og skólastjórum. Af þeim sökum ákvað ég að ekki væri rétt af mér að blogga of mikið þar sem að skólabörnin gætu lært ýmislegt af því að lesa skrif mín á síðunni! En þar sem að skólastjórar eru ekki í verkfalli sá ég að hér var glæta til að láta ykkur vita hvað mer gengi til án þess að óttast að verða sökuð um verkfallsbrot. Ég hef einnig tekið þá afstöðu að passa ekki frændsystkini mín né önnur skólabörn nema um helgar - en reyndar vill svo skemmtilega illa til að ég er yfirleitt mjög upptekin manneskja um helgar :o)

En að gleðilegri málefnum - frá og með deginum í fyrradag hefur nafn mitt tekið breytingum. Eigi lengur er ég þekkt sem EarlyPearly heldur hef fengið enn virðulegra nafn
EARLY"CURLY"PEARLY og ég hvet að sjálfsögðu alla til þess að giska á hvaðan nýja nafngiftin kemur!

Og um helgina:
Helgin er hér um bil byrjuð - Vísindaferð klukkan fimm........enginn bjór fyrir mig þar sem að ferðin er rannsóknarferð hjá mér.........jæja samt kannski einn svona bara til að falla inn í hópinn :o) Eftir vísó verður eins og vanalega haldið á PRAVDA þar sem IDOLIÐ verður augum litið og hugsanlega viðhafst eitthvað lengur - hver veit.
Morgundagurinn nokkuð óljós...mun þó fara eitthvað í lærdóm - hugsanlega innflutningspartý - en þó sennilegra í verkefnavinnu sem er alltaf jafn upplífgandi á laugardagskvöldum!

Að lokum
Góða og gleðilega helgi - nema að mér sé illa við ykkur - eða ykkur illa við mig - goes both ways!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home