föstudagur, ágúst 20, 2004

Í dag hefur góðveðursnefnd Íslands í samráði við orðabókanefnd að orð eins og rok, óveður, aftakaveður, leiðindarigning, hríðarbylur og önnur álíka verði tekin úr orðabókum. Ástæðan er sögð vera sú að almenningur skilji ekki lengur slík orð og í raun sé engin not fyrir þau lengur í íslensku máli. Frétt þessi fannst mér í fyrstu nokkuð undarleg en þegar ég hugsaði mig betur um uppgvötaði ég að þetta er hárrétt. Engin mynd kom upp í huga minn þegar ég las þessi orð - ég þurfti að leggja höfuðið virkilega í bleyti til þess að geta rifjað óljósa mynd af þessum ógnvöldum sólarinnar. Ég er fyrir löngu búin að gleyma hvernig það er að þurfa að fara í jakka og hvað þá úlpu á morgnanna, húfur, vettlingar og trefill eru ekki lengur hluti af lífi mínu, ég á sjö pör af sólgleraugum og sef sængurlaus á nóttinni -- af því að ég bý á hitabeltiseyjunni Íslandi!!

Langar samt að lýsa undrun minni á því að þrátt fyrir þetta hef ég sjaldan verið hvítari á mínum mikla brúnkuferli....I´m downtanning....svona líka af því að ég er nú með svo náttúrulega dökkt litarhaft!!

Tengdapabbi var að koma til Íslands......honum til heiðurs varð að sleppa keilumótinu en í staðinn verður haldin grillveisla í kvöld......hugsanlega þurfum við að fjárfesta í gashitara handa honum...þrátt fyrir blíðuna hér gæti hann forskalast.....hvers vegna...jú hann býr í Brasilíu. Fyrir þá sem að ekki eru vel að sér í landaveðurfræði þá er töluvert heitara í Brasilíu en á hitabeltiseyjunni okkar!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home