fimmtudagur, september 02, 2004

ÉG ER FARIN AÐ EFAST.....

-um að það hafi verið vel ígrunduð og sniðug hugmynd að lofa Lóu upp á æru og trú að ég myndi bjóða mig fram sem varaformann í stjórnina skyldi hún bjóða sig fram sem formann......sérstaklega þar sem að ég var drukkin á þeim tímapunkti. Sé fram á endalaust stúss milli tíma....eftir tíma...fyrir tíma og aðra tíma - gæti jafnvel farið svo að ég missi af Leiðarljósi öðru hvoru.

-um að ég muni nokkurn tímann geta staðið mig á þessari önn - þvílíkt verkefnaflóð hef ég aldrei nokkurn tíman vitað - plús að kennararnir vilja að við lesum námsefnið samfara verkefnunum...jafnt yfir veturinn en ekki rétt fyrir próf!! Hvernig dettur þeim önnur eins þvæla í hug?

-um að ég sé í raun hæfileikalaus húsmóðir því í gær pússaði ég íbúðina okkar hátt og lágt eftir skóla.....eldaði síðan kvöldmat....þvoði upp eftir eldamennskuna og skundaði svo í vinnuna - held að Villi hafi líka þakkað sínum sæla með að það var ekki alvitlaust af honum að leyfa mér að flytja inn!

-um að ég komist nokkurn tímann til útlanda þetta árið.....spánarferðin forfallaðist sem og Pragferðin og jafnvel Danmerkurferðin datt uppfyrir - held samt í vonina enda bíða tveir frímiðar hvert sem er út í heim eftir mér og Villa.

-um að ég mæti í skólann á morgun þar sem að í kvöld er síðasti sjens sumarsins til að komast i sumarbústað. Stefnana er því að öllum líkindum sett á Munaðarnes í kvöld þar sem að Arna hefur falið sig síðustu daga með Sollu. Brottför áætluð seinnipart þegar ég og Bjúgus höfum lokið tímasókn dagsins.

Eigið góðan dag i dag því að dagurinn í dag breytist á morgun í morgundag

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home