föstudagur, september 17, 2004

Sjúklingur: Erla María Lárusdóttir
Aldur: Skráður aldur 24 en er oft á tíðum mjög á reiki. Er farin að halla á 25. árið og jafnvel enn nær þrítugu á stundum. Af og til hallast aldurinn niður á við - jafnvel nálgast 17. árið. Deila má um ástæður þessa en veruleikaflótti talinn ein af höfuðástæðum
Hjúskaparstaða: Í sambúð en þó ekki flutt alfarið. Flutningstilkynning hefur þó borist réttum aðilum og mun væntanlega verða betrumbót á húsnæðisflakkinu.
Andlegt ástand: Í jafnvægi - á daginn. Í ójafnvægi - á kvöldin....stundum þó öfugt Ástæða ókunn.
Fjármálastaða: Sjúklingurinn er bjórsjúkur eyðsluseggur - frekari orð eru óþörf
Framtíðarsýn: Yfirleitt mjög skammsýn....vinkonuhittingur í kvöld til heiðurs brottfarar Svanhildar aftur til Danaveldis - kveðjuhóf til heiðurs Vegamóta Gunna sem heldur til Suður Afríku bráðlega - á morgun.
Sjúkdómseinkenni: Veruleikafirring. Blogglegt andleysi. Bjórárátta. Tilhæfulaus ótti við lífverur sem fljúga. Vanhæfni til ákvörðunartöku.

Annars er ég ógeðslega svöng enda varð ég fyrir geitungaárás í tíma áðan - tókst nokkurn veginn að halda ró minni og rak geitunginn frá mér - hann fann sér nýtt fórnarlamb og svo annað og annað og annað og annað - þetta olli gífurlegri upplausn í kennslustofunni - svo mikilli að meirihluti nemenda hópaði sig saman í miðju stofunnar með angistarsvip allir sem einn. Síðan kom karlmaður og bjargaði málunum - smátt róaðist múgurinn og hélt til sæta sinna. Hvar værum við staddar ef ekki væri fyrir hugaða karlmenn sem hafa kjark til þess að takast á við geitung!!

Davíð kom í heimsókn í gær - hann grét - hann er ekki jafn sáttur við að stíga niður af stallinum og hann gefur sig út fyrir að vera í sjónvarpinu. Kannski var hann samt bara með hausverk.

Hvað er líka að gerast með ríkisstjórnina - held að það sé einhver minniháttarkennd í gangi - nú er verið að bola út fallega fólkinu - kannski til að jafna ljótuhlutfallið á fundunum.....en hvers eigum við hin að gjalda - við sem þurfum að horfa á daglega í fréttunum??!!

ÉG var mjög glöð í gær - var að horfa á Guiding Light - sem var að sjálfsögðu sérlega gleðilegur atburður í sjálfu sér - enn gleðilegra var þegar Villinn minn birtist með nýjan myndlykil og M12 áskrift inn um dyrnar -´ég gat líka horft á Granna óruglaða :o) Ég þarf ekki lengur að blanda geði við annað fólk - it´s just me and my tv! Spurning samt um að fjárfesta í öðru sjónvarpi - það sýndi sig strax á fyrstu fimm mínútunum að það verður eitthvað um pústra í kringum fjarstýringuna og val á sjónvarpsefni.

Nú get ég líka verið vinsæl - ef ég ákveð að vilja blanda geði við fólk - þá held ég bara IDOL kvöld.....kostar einn bjór inn og það eru fjöldatakmarkanir. Hugsanlegt þó að múta mér með tveimur bjórum sé fullt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home