miðvikudagur, september 01, 2004

Jói segir að ég verði að blogga meira......og hver þorir öðru en að trúa orðum Jóa?!
Nú er ég nýkomin úr sumarfríinu mínu sem varði í fjóra daga að helginn meðtalinni. Villi var neyddur til að taka sér sumarfrí í leiðinni og gera það sem að ég vildi gera. Sumarfríið hófst í keiluhöllinni á föstudaginn. Þar öttu kappi ég, Villi, Himmi, Herdís og Danni - ég vann Herdísi.....í seinna skiptið...annað skiptir ekki máli!
Á laugardaginn lögðum við hjónakornin land undir fót - með Soffíu í aftursætinu - henni skiluðum við á Hvammstanga og fengum nýbakað og mjólk hjá mömmu í leiðinni. Bílferðin endaði svo í heimahögunum á Skagaströnd. Pabbi hafði EKKI undirbúið komu okkar með heljarinnar matarveislu....en í staðinn bauð hann okkur út að borða á veitingastaðinn. Skemmtilegt að segja frá því að á ströndinni er allt með greini....Búðin, sjoppan, veitingastaðurinn, hárgreiðslustofan og svo mætti lengi telja - það er nefninlega svo skemmtilegt að á Skagaströnd er bara eitt af öllu....óþarfi líka að vera að fara í samkeppni við nágrannann!! Ja nema bankarnir...þeir eru þrír!
....en allavegana aftur að ferðasögunni - pabbi bauð okkur semsagt úr að borða í Kántrýbæ kenndum við Hallbjörn. Svona fór sú ferð fram:

Ég: Góða kvöldið við ætlum að fá kótilettur fyrir tvo....pabbi hvað ætlar þú að fá?
Þjónn: Kótilettur allt í lagi.
Pabbi (skoðar matseðil með mikilli íhugun): mmm ætli ég fái ekki lambið.
Þjónn: Við eigum ekki lamb
Pabbi (með undrun og hneykslan): Ha? eigið þið ekki lamb - eru þetta semsagt svínakótilettur sem þau eru að fá?
Þjónn (óörugg í fasi og virðist hálf gáttuð): Nei , ég veit það ekki. VIð eigum allavegana ekki lambakjöt.
Pabbi: bíddu eru þetta sem sagt svínakótilettur?
Þjónn: uuuu ha já....eða nei..við eigum ekki lambakjöt.
(þarna var ég farin að vorkenna takmörkuðu þjónustustúlkunni)
Ég: heyrðu okei ég fæ þá bara pizzu
Þjónn: ókei
Pabbi og Villi: við fáum þá nautakjötið með salatinu og bökuðu kartöflunni
Líður og bíður
Þjónustustúlka kemur með tvo diska með nautakjöti böðuðu í sósu, hrásalati úr búðinni og FRÖNSKUM kartöflum.
Pabbi: fyrirgefðu en átti ekki að vera bakaðar karteflur með nautinu.
Þjónn: Jú það átti að vera
Pabbi: En af hverju fáum við þá franskar kartöflur.
Þjónn: Við eigum ekki bakaðar kartöflur
Pabbi: hefðirðu nú ekki átt að segja okkur það áðan.
Þjónn: Jú (og labbar svo burt með fýlusvip)
Ég ´fékk hins vegar pizzuna mína og með réttu áleggi - hún smakkaðist ágætlega.
..og hvað hafið þið lært af þessari litlu sögu minni - jú - ef þið gerist svo fræg að fara út að borða í Kántrýbæ ekki búast við að það sem er á matseðlinum sé í raun og veru til í eldhúsinu....ekki búast við að maturinn sé eldaður af fagmanneksju og ekki búast við framúrskarandi þjónustu og mikilli þjónustulund.

Um kvöldið fórum við hins vegar á kaffiðhús-IÐ en þar var lokakvöld því ekki verður opið á veturnar enda leggsta staðurinn að miklu leyti í dvala þá mánuðina. Þar var fullt út úr dyrum - skemmtiatriði í boði og framúrskarandi þjónar (eiginmenn kaffihúsakvennanna).

Á sunnudeginum tók ég lyftuna í iður jarðar á stað ekki svo langt frá helvíti. Í iðrum jarðar hitti ég fyrir fjöldan allan af kúm... hver annarri undarlegri. Það var gaman.

Svo fór ég í berjamó og svo fór ég aftur suður og nú er sumarfríið mitt búið og ég mætt í skólann.....vildi að ég gæti sagt "tilbúin í slaginn" en ég er ekki tilbúin í slaginn - mig langar ekki að byrja í skólanum strax :o(
Það verður brjálað að gera og svo bætist vinnan og stjórnarstörfin við það allt - af hverju eru allir svona uppveðrarðir og glaðir yfir því að vera að byrja í skólanum aftur - mér er spurn.....nema náttúrulega að geta farið að kaupa skóladót og merkja bækurnar sínar en eins og Valla bendir á þá er það skemmtilegasti hlutinn!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home