miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Líf mitt í dag einkennist að mestu leyti af mikilli gleði, létti og endalausri ánægju - af hverju? Jú það er vona að menn undrist því hvers vegna ætti mér sem sjálf er svo endalaust misheppnuð og leiðinleg að líða svona vel.........jú sumarprófið sem að er búið að hanga yfir mér eins og dökkt ský í allt sumar.....prófið og dagurinn sem ég kveið svo fyrir.....var í gær!!! Afgangurinn af læriorkunni var svo sendur í hugskeyti til Himma sem að á sitt próf enn eftir....greyið kallinn.

Helgin nálgast og hefur verið fullplönuð langt fram í tímann......á föstudaginn verður parakeppni í keilu þar sem keppt verður um titlana "your bowling fucking sucks" og "the wonderbowler couple" - hið fyrra eru einstaklings verðlaun - hið seinna paraverðlaun. Ég þarf vart að taka það fram að ég stefni ótrauð á einstaklingsverðlaunin enda ekki sjens í helvíti að nokkur annar geti náð jafn slæmum árangri og ég --- var ég búin að segja ykkur þegar átta ára frænka mín burstaði mig í keilu.....við vorum báðar með grindurnar uppi----aaaaannd I rest my case! Að lokinni keilu verður lasagna dinner og síðan spil fram eftir´kvöldi.
Gleðin heldur svo auðvitað áfram á degi menningarnætur - Rebekka og Doddi sem formlega eru flutt inn í Öldugrandann verða með innflutningspartý.....grill...bolla og bara gaman. Mæting snemma svo að við missum ekki af öllum menningarviðburðum næturinnar!



Annars er ég geðveikt syfjuð.....sem betur fer er eiginlega ekkert að gera ---dibbidido-dibbidida-dibbididibbididei - vei vei!
Mig langaði svo að bera fram opinbera kvörtun vegna nýskipaðs skólastjóra á Grenivík - maðurinn sem var í Reykjavík um daginn og hringdi í mig og sagðist ætla að hitta mig hefur enn ekki látið sjá sig......sá grunur læðist að mér að maðurinn hafi yfirgefið höfuðborgina í skjóli nætur - síðan hefur ekki spurst til hans.....allavegana ekki hjá mér!!!!! Held að Björn frændi hefði ekkert átt að hætta ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home