þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Ég vil hvetja alla til að horfa á myndina "Stevie"..sem er heimildarmynd um mann sem fer til baka í heimabæinn sinn einhversstaðar í BNA til að heimsækja strák sem hann hafði verið með í "liðveislu" tíu árum fyrr. Strákurinn og fjölskyldan er svona typical white trash fólk og það er ótrúlegt að fylgjast með öllu sem hefur gerst og er að gerast......ótrúlega góð og ómissandi mynd fyrir áhugafólk um "white trash" :o) --- Rebekka þú ættir ekki að láta þessa fram hjá þér fara!!!!

Eyddi öllum gærdeginum í að læra.....og fór svo í ræktina......dagur 1 í dugnaði!! Spurning um að halda þessu áfram!! Samt verður maður eitthvað svo ótrúlega latur í svona ógeðisveðri eins og er núna....og ég er ekki einu sinni komin á vetrardekkin....djö!! Mann langar bara að liggja uppi í rúmi og horfa á vídjó en það gengur víst ekki.....aðferðafræðiverkefnisskil nálgast óðum og við erum ekki byrjuð!!

Pabbi á ammæli í dag....en hann flaug samt bara til Glasgow í morgun með Soffíu systir...hún er sko að útskrifast úr master í fjármálum...já hún er svo gáfuð hún systir mín!!! Það erfa ekki allir allt!!

Svanhildur átti líka ammæli í gær.....ég sendi henni nú sms en veit ekki hvort hún er enn með sama númerið -- ef ekki þá þúsund kossar til hamingju Swanie honey!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home