mánudagur, nóvember 10, 2003

Í Blúsnum er banastuð!!! Á fimmtudaginn þegar ég sat aðgerðalaus og horfði á tilgangslausa sjónvarpsdagskrá í dæmigerðri heilalausri leiðslu, hringdi síminn minn. Þar var um að ræða Sindra í kompaníi með Stebba Eiríks og Snorra Einars og vildu þeir endilega fá mig á stofnfund Blúsfélagsins. Minnug síðastu blústónleika lét ég auðvitað sjá mig. Staðurinn var Kaffi Reykjavík og fullt af frægu fólki...Maggi Eiríks, KK, Andrea Gylfa ofl. ofl. Það var brjáluð stemming og ógeðslega gaman......kannski maður fari bara að stunda blústónleika héðaní frá!

Á föstudaginn fór Erla svo í ræktina.....alltaf jafn kraftmikil......svo fór hún í ljós.....alltaf jafn hvít en alltaf að reyna að bæta úr því......Erla var ekki jafn kraftmikil og hvít um kvöldið.....heldur rauðbrunnin og aum......í dag er ég bara bleik og aum! En beauty is pain eins og margir vita og því var ekkert annað að gera en að harka af sér og láta eins og ekkert hefði í skorist. Og því mætti Arna heim til mín með bjór og með´í eins og svo oft áður og við sátum við spjall og öldrykkju framan af kvöldi...svo lá leiðin á.........jamm giska giska giska giska.....júbb mikið rétt Crossroads þar sem að við hittum Himma og Danna og Gunna sem voru allir mikið en misdrukknir! Það var ágætt....færðum okkur samt yfir á Celtic og ég og Himmi enduðum svo á 22 í smástund......dönsuðum skyldudansinn og fórum svo heim.

Á Laugardagskvöldið var svo komið að "The fabulous F-party" .....góð mæting miðað við og meira að segja 100% hjá strákunum......en fyrir okkur stelpunum er samt bara um 50% mætingu að ræða þar sem að vitsmunir þeirra eru bara helmingur á við okkur!! Við komumst að því að þeir hafa ekkert breyst......og við skiljum heldur ekki alveg núna hvernig við lifðum af öll þessi ár með þeim í bekk........en þeir eru samt bestu skinn þessi grey og alltaf gaman að hitta þá. Eftir að hafa skolað niður slatta af rauðvíni og tekið þátt í misvitlausum samræðum fann ég þreytuna líða inn í mig og bruninn sagði líka svoldið til sín....og löngunin í djamm í bænum var í lágmarki svo mín laumaðist bara út og heim án þess að kveðja svona til að þurfa ekki að heyra skammirnar og hneykslunina á þessu uppátæki mínu. Ég viðurkenni fúslega að ég var allt annað en að standa mig þetta kvöldið og í þessum hóp er það ámælisvert.

Í gær komu svo pabbi, Soffía og Jói heim frá Glasgow, öll hlaðin nýjum fötum og skóm.......en ég fékk ekkert :o( Jú Dumle karamellur!!!

Alla deildarstjórinn minn vann fitnesskeppnina um helgina.......við erum svo miklar skvísur sem vinnum á Hagaborg ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home