sunnudagur, febrúar 09, 2003

Vá langt síðan ég hef bloggað!!! Það hefur nú ýmislegt gerst síðan síðast......á miðvikudagskvöldið fór ég á tónleika á Gauknum með Ensími og Brain Police sem er að gera frekar góða hluti þessa dagana!! Á Fimmtudaginn var svo keilukvöld hjá Félagsráðgjöfinni.....fínt hópefli svona! Ég og Lóa tókum náttúrulega tvo pool leiki fyrst á meðan fólkið var að tínast inn...1-1 fyrir mig hehe :o) Svo skelltum við okkur allar - já nei öll í keilu - það var nebblega EINN strákur og ég þarf náttúrulega að taka það fram að honum gekk svo hörmulega að ég var nú farin að vorkenna honum í þessum kvennafansi....en hann náði sér á strik í lokin. Ég mér til mikillar...mjög mikillar undrunar vann á minni braut....ég var sko nefninlega svo einstaklega léleg þegar ég fór síðast....en æfingin skapar meistarann segja þeir!!! Flestir fengu sér smá bjór eða meira...og svo enduðum við sex á prikinu. Það var semsagt skrópað í skólann á föstudagsmorguninn :o)
Skrópið í skólann er reyndar búið að vera svoldið mikið í síðustu viku...ehemmm...verð að bæta úr því!!
Á föstudagskvöldið var ég orðin pínu slöpp eitthvað með hálsbólgu og svoleiðis....kíkti samt aðeins til Nökkva og Sollu með Villa og svo í einn bjór á Vídalín og þá var ég bara búin á því og fór heim!! Í gærkvöldi var bara rólegt heimakvöld með Villa og Rebekku....horfðum á video og spiluðum Trivial - hmm ..ég vann ekki :o(
'I dag áttum við svo að fara í afmæli en úff ég er svo slöpp ennþá að ég er bara búin að halda mig uppi í rúmi í dag......kannski best að vera bara veik á morgun líka - það spáir nefninlega ömurlegu veðri - samt eins gott að ég keypti mér úlpu í gær :o)

Fyllibyttuverðlaun helgarinnar fá Arna...Rebekka og Hilmar sem að voru FREKAR drukkin eftir vísindaferðir dagsins á föstudaginn!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home