laugardagur, febrúar 01, 2003

Já ég fór á rokkhátíðina á fimmtudagskvöldið......fyrst var smá bjór hjá Nökkva.....svo frír bjór í Loftkastalanum fyrir verðlaunaafhendinguna......og svo eftirpartý á Astro - þar sem var því miður ekki frítt áfengi en það stöðvaði nú engan!!! Verðlaunaafhendingin var fín.....partýið ok...fórum bara snemma heim samt!!
Í gærkvöldi var smávegis partý hérna í gettóinu - greni 10......þar mætti fjöldi fagra fljóða....Rebekka, Þórhildur, Harpa, Bjögga, Arna og Ég ........og þess fengu einungis Stulli og Himmi að njóta!! Ætluðum að spila Partý og co. en beiluðum á því af því að Bjögga er svo feimin :o) Það er víst óhætt að segja að Lotta var hrókur alls fagnaðar - hún hefur aldrei á sinni stuttu ævi fengið jafn mikla athygli á jafn stuttum tíma...enda var hún mjög hamingjusöm.....er samt ekki frá því að hún sé pínu þunn í dag.....allavegana hefur hún varla farið á fætur ennþá!! Við fórum í bæinn seint og um síðir....kíktum á Vegamót þar sem Gullfoss og geysir voru að spila....mjög góð tónlist......en nenntum ekki að vera þar lengi þannig að við enduðum að sjálfsögðu á 22 þar sem einhver snilldar dj var að spila.......enda tími til kominn miðað við hvernig ástandið hefur verið þarna síðustu helgar!! 'Eg endaði nú samt svo EIN.....það fóru bara allir og skildu mig eftir.....og Villi í partýi....og ég ein......og ég var svo pirruð að ég ákvað að vera bara ein.....ég skyldi ekki láta buga mig....svo í reiði minni rokkaði ég bara áfram til klukkan rúmlega fimm með "leynda" aðdáandanum mínum og Maríu!!!
Spurning hvað á að gera í kvöld....ég og Villi erum að pæla í að fara í pool....Villi er samt eitthvað hræddur af því að ég vinn hann alltaf ....ja eða allavegana stundum. Hann ætlar líka að vera fyrirmyndarkærastinn í kvöld og´bjóða mér út að borða...mmmmmmm!!! Kannski endar maður í bænum......það er aldrei að vita!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home