miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Ástæða þess að hér hefur ekki birst neitt blogg síðustu vikuna er einfaldlega ekki bara ein....heldur hefur farið hér saman samspil óheppni....bilana...veikinda og leti!!
Ég er semsagt ekki ennþá búin að ná mér eftir veikindi síðustu tveggja vikna...þrátt fyrir að hafa innbyrgt 10 flöskur af pektólíni(hóstastillandi).....35 töflu af parkódíni (verkja og hóstastillandi).....þrjá pakka af kamillutei með einni dollu af hunangi (mýkjandi fyrir hálsinn)....snýtt mér í 3 klósettpappírsrúllur og 2 eldhúsrúllur....stútað 2 nefúðaglösum....1/2 jurtamixtúru (´hálsmýkjandi)....ásamt ýmsu öðru sem hér mun ekki talið. Ég bara skil ekki hvað er í gangi....og ekki nóg með það heldur gat ég ekki mætt í suma tíma því ég hóstaði svo mikið að það var truflandi fyrir hina. Nú ég hef semsagt haft nógan tíma til þess að vera heima og blogga ......eeennnn það vildi svo skemmtilega til að þá fór netsambandið heima í eitthvað kerfi og ég get ekki hringt inn....og hef ekki efni á því að fá einhvern tölvusnilling til mín þar sem allir mínir peningar (VISA) hafa farið í lyf sem ætluð eru til þess að bjarga heilsu fólks....en hafa ekki virkað....ætli það sé hægt að fá endurgreitt??!!! Og svo var ég svo löt að ég nennti ekki spes ferðir hingað niðrí skóla til þess að blogga!!!! En ég er nú samt hingað komin í Odda núna til þess að ljóstra upp hinni leyndardómsfullu bloggþögn sem einkennt hefur gettóhórusíðuna svo lengi!!! 'Eg ætti kannski að tala við dularfulla tölvunarfræðinginn í næstu íbúð og biðja hann um að kíkka á þetta fyrir mig....þori því samt ekki ....píanókonan á efrihæðinni (kærastan hans) gæti tekið það illa upp og farið að spila 20 tíma á sólarhring í staðinn fyrir sína venjulegu 18!! 'Eg leitaði samt á náðir hans Hauks á 1.hæðinni í gær....ég gerðist nefninlega svo myndarleg að elda kjúkling í ofni og tilheyrandi.....en svo þegar ég ætlaði að setja franskarnar í ofninn...þá bara sló út rafmagninu í íbúðinni....og kom ekki aftur nema ég slökkti á ofninum....þegar þetta var búið að gerast fimm sinnum tölti ég með sorgarsvip til hans Hauks rafvirkja og til að spyrja ráða......hann var nú ekki alveg viss.....svo ég fór aftur upp...hitaði franskarnar í örbylgjunni (kjúklingurinn var tilbúinn sem betur fer) þannig að okkur tókst nú að borða. En svo kom engillinn hann Haukur bara óvænt í heimsókn......lagaði ofninn...og hellurnar tvær sem hafa ekki virkað síðan ég flutti inn.......alveg pro- bono eins og góðu lögfræðingarnir :o) Já Haukur heillin er sko hamingjuHaukur ....eitthvað annað en hann haukur í horni...það er alveg á hreinu!!
En jæja ég held ég nenni ekki að hanga hérna lengur.....verð að fara að kaupa mér mixtúru í apótekinu....og svo heim að læra....eða kannski horfa á video svona þangað til Leiðarljós byrjar.....það er nefninlega æsispenna í gangi þessa dagana......allt að gerast...Mindy stungin af .....Hart stungin af......Alexandra búin að komast að sannleikanum um Nick.......Blake búin að sofa hjá fyrrverndi mömmu sinnar.......og svo mætti lengi telja - endilega fylgist með. 'A hverjum virkum degi klukkan 17:15.
Rebekka og Þórhildurer sjéns að Lotta fái gistingu frá og með kvöldinu í kvöld og í hmmm...þrjá daga kannski? Endilega látið mig vita---nema það séu einhverjir aðrir sjálfboðaliðar í þetta verkefni....þá geta þeir hringt í mig!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home