Mig dreymdi Hannes Smárason aðfaranótt miðvikudags. Mér þótti það klárlega benda til þess að ég myndi efnast töluvert svo ég keypti mér miða í Víkingalottóinu. Ég vann ekki krónu. Þá vitum við að það að dreyma Hannes Smárason þýðir ekki það sama og að dreyma skít. Sem er kannski bara ágætt svona fyrir hann…það væri ansi leiðum að líkjast fyrir greyið Hannes. Það gæti samt alveg verið að Hannes Smára í draumi þýddi aukið peningaflæði í lífið….ég þyrfti bara að vinna fyrir því!!!!!! Og í þessum skrifuðu orðum dettur mér þá í hug að hún systir mín bauð mér einmitt smávegis aukavinnu – kannski Hannes hafi verið að vísa í það.
Að öðru.
Þessi helgi mun verða mikla matarboðshelgin. Eins og allir vita sem ekki hafa verið boðnir í mat til mín þá er ég ekki mikið að bjóða fólki í mat. Og í kvöld ætla ég ekki að bjóða neinum í mat heldur…..ég ætla hins vegar að halda matarboð með Bjöggu heima hjá henni. Tilefnið er örkoma elsku Svanhildar og Klaus til landsins. Steinasteik, rauðvín og heimspekilegar umræður sem kannski brjótast út í Sing-Star eru því einkennismerki kvöldsins.
Á morgun ætla ég hins vegar að bjóða í mat heima hjá mér. Tilefnið í það skiptið er 26 ára afmælið hennar Kollu frænku. Hún ásamt Hrefnu frænku minni og Soffa fá þann heiður að eta á Háaleitisbrautinni. Þau þurfa þó að sjálfsögðu að bera mesta ábyrgð á eldamennskunni enda verð ég ábyggilega farlama eftir að hafa tekið að mér verkstjóradjobb í sveitaflutningum á morgun. Já við fjölskyldan erum hægt og bítandi að segja skilið við Flyðrugrandann og KR æðið og nú er það Soffía sem tekur hatt sinn og staf og gerist háttvirt læknisfrú í Mosfellsbæ(sveit).
Ég sé fram á að þurfa að taka mér hvíldardag á mánudaginn.
Farið í friði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home