föstudagur, janúar 26, 2007

Í gær þegar ég vaknaði fannst mér vera föstudagur. Það voru því mikil vonbrigði þegar ég mætti í vinnuna og mér tjáð að það væri bara fimmtudagur. Í dag er þess vegna hinn umræddi föstudagur og þar af leiðandi finnst mér þessi vinnuvika hafi verið degi of löng. Af því tilefni ætla ég að reyna að vinna eins lítið og ég mögulega get í dag.


Í kvöld ætla pabbi, Helena og Soffía systir að koma í mat og svo ætlum við að bjóða þeim í leikhús að sjá “Ófagra veröld”. Það er svo gott fyrir sálina að vera menningarlegur af og til.

Leikurinn er svo á morgun. Kominn tími til að taka Slóvenana í bakaríið. (nota frekar saklausan frasa af virðingu við slóvensku tengdafjölskylduna mína  ) Mikið ógeðslega verður nú gaman ef við komumst nú alla vegana í 8 liða úrslitin. Og ef við komumst í úrslitaleikinn ætla ég að þekja stofuna mína með plaggötum af Fúsa, Óla Stef. Og Guðjóni Vali……og mögulega einhverjum fleirum landsliðshetjum, skála í kampavíni og dansa fram á rauða nótt!!!

Nú skilst mér að Tom Cruise sé orðinn einhvers konar spámaður eða Jesú Vísindakirkjunnar……..AHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA………..svoooo sorglegt og svo mikil geðveiki. Einu sinni dýrkaði ég Tom Cruise. Þá var hann sætur og saklaus og ég hafði ekki hugmynd um að hann væri svona lítill (ekki það að ég sé með fordóma fyrir smávöxnu fólki enda ætti ég mér þá ekki viðreisnar von gegn sjálfri mér). Núna fer hann óendanlega mikið í taugarnar á mér. Nú er hann bara lítill, heimskur og hættulegur sjálfum sér og öðrum. Greyið Suri að eiga hann fyrir pabba.


Kiddi!!! Ertu ekki á leiðinni suður??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home