föstudagur, janúar 19, 2007

Ég vil hér með óska öllum bændum innilega til hamingju með daginn. Flott að hafa svona sér dag fyrir fólkið sem stritar í sveitinni svo að við getum fengið mjólk út á Cheeriosið, hamborgarahrygg um jólin og lambalæri á Sunnudögum. Ef ég þekkti einhvern bónda hér í nærsveitum myndi ég pottþétt gefa honum blóm og jafnvel súkkulaði með..svona í tilefni dagsins!!!

Í dag byrjaði líka Þorrinn. Við stelpurnar í vinnunni gáfum strákunum okkar svið, bjór og blóm í tilefni dagsins. Aðallega vegna þorrans en einnig vegna þess að þeir eru svo miklir bændur í hjarta sínu og sálu. Ég ætla líka að fá mér svið og rófustöppu - geymi bjórinn þar til í kvöld!!

Góða helgi og gleðilegan þorra (ekki pabba þinn Björg)

The Early one

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home