Í gær var merkur dagur. Í gær horfði ég ekkert á sjónvarp…..kveikti ekki einu sinni á sjónvarpinu. Slíkt þykir afrek þegar ég á í hlut – og ekki síður það að ég vann til 19:30 í gær og var mætt í ræktina kl. 20:00 þar sem ég og Arna hristum af okkur slenið í hálfan annan tíma. Ógeðslega duglegar. Ég uppskar reyndar massa blöðru á ilina en er nú búin að redda því með gervihúð svo ég geti haldið áfram að vera dugleg í dag. Og það sem meira er þá leit í í bókartetur uppí rúmi eftir öll átökin. Megnaði nú ekki mikið meira en einn og hálfan kafla því þá var ég gjörsamlega uppgefin. Í morgun var ég svo dauðþreytt en tókst að hafa mig á lappir með herkjum. Bæði vegna þreytunnar en ekki síst vegna strengja um allan líkamann!!
En það er þýðir ekkert væl og áfram skal halda……..
En það er þýðir ekkert væl og áfram skal halda……..
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home