Hef ekki haft tíma til að blogga í vinnunni á nýju ári. Er búin að vera að reyna að vera samviskusöm þessa fyrstu tvær vikur ársins og slóra ekki í svoleiðis vitleysu. Svo er ég ekki enn komin með netið heim sem er óþolandi. Búin að bíða í marga mánuði eftir ljósleiðaratengingunni minni….hún á að vera sérdeilis hraðvirk sú tenging en miðað við hvað það tekur langan tíma að koma henni í gagnið er ég farin að efast um að það muni ganga eftir. Þeir eru samt löngu búnir að koma fyrir öllum tækjabúnaði og leiðslum sem til þarf hjá okkur …..það tók 4 mánuði og nú bíð ég bara eftir að þeir ýti á “play” eða “on” eða einhvern annan ágætistakk til þess að starta herlegheitunum. Búin að bíða eftir því síðan í ágúst – rosalega er ég fegin að dvd-spilarinn minn er ekki svona lengi í gang!!!!
Arnan mín átti afmæli í gær og er nú komin á vafasaman aldur rétt eins og ég sjálf. Mér finnst voðalega gott að þurfa ekki að standa lengur í þessu ein….nú á ég þjáningarsystur – já eða samhryggingarkonu eins og Svanhildur mín orðaði það svo skemmtilega á menntaskólaárunum – orðin rugluð af allri búsetunni í Noregi ;)
Arna tók þó aldursaukningunni með meiri sóma en ég og bauð til örlítilla veisluhalda heima hjá sér…..þó eingöngu fáeinum, sérvöldum konum. Það var því fámennt en alveg einstaklega góðmennt. Enduðum á Óliver og vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá sæti og borð þó að staðurinn væri fullpakkaður. Tókst líka að fá leigubíl heim eftir smávegis blekkingar og nýtingu á þekkingu staðhátta í þingholtinu.
Verð að tilnefna þær stúlkur sem bera ábyrgð á eftirminnilegustu atvikum kvöldsins:
Rósa María – sem tókst að eyðileggja húsmuni afmælisbarnsins á undraverðan hátt
Beta (vinkona Rósu) – sem tókst að fljúga með miklum tilþrifum á borðið okkar og hreinsa með því af borðinu alla drykki, glös og kertastjaka….NEMA þá sem við áttum og fær hún hrós fyrir það!!!
Að lokum fáum við mynd af afmælisbarninu
Arnan mín átti afmæli í gær og er nú komin á vafasaman aldur rétt eins og ég sjálf. Mér finnst voðalega gott að þurfa ekki að standa lengur í þessu ein….nú á ég þjáningarsystur – já eða samhryggingarkonu eins og Svanhildur mín orðaði það svo skemmtilega á menntaskólaárunum – orðin rugluð af allri búsetunni í Noregi ;)
Arna tók þó aldursaukningunni með meiri sóma en ég og bauð til örlítilla veisluhalda heima hjá sér…..þó eingöngu fáeinum, sérvöldum konum. Það var því fámennt en alveg einstaklega góðmennt. Enduðum á Óliver og vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá sæti og borð þó að staðurinn væri fullpakkaður. Tókst líka að fá leigubíl heim eftir smávegis blekkingar og nýtingu á þekkingu staðhátta í þingholtinu.
Verð að tilnefna þær stúlkur sem bera ábyrgð á eftirminnilegustu atvikum kvöldsins:
Rósa María – sem tókst að eyðileggja húsmuni afmælisbarnsins á undraverðan hátt
Beta (vinkona Rósu) – sem tókst að fljúga með miklum tilþrifum á borðið okkar og hreinsa með því af borðinu alla drykki, glös og kertastjaka….NEMA þá sem við áttum og fær hún hrós fyrir það!!!
Að lokum fáum við mynd af afmælisbarninu
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home