mánudagur, maí 15, 2006

Helgin yfirstaðin og alvara lífsins hafin að nýju. Fyrir utan dularfulla sýkingu, hausverk, kláða og almenn óþægindi var helgin bara góð. Föstudagskvöldið var viðburðarlítið en laugardagurinn heldur fjörmeiri. Ég og Villi ætluðum að vera uppáhalds með því að bjóða Sólveigu og vinkonu hennar í keilu. Sóttum tvær mikið spenntar tíu ára dömur í breiðholtið og ókum sem leið lá í Keiluhöllina. Þar standa yfir miklar framkvæmdir og í kjölfarið hafa nokkur bílastæði verið tekin úr umferð. Ég endaði því með að leggja "ólöglega". En inn fórum við og við blasti sægur af krökkum og slatti af fullorðnum -þá hafði ónefnt fyrirtæki pantað salinn og það var 1 1/2 tíma bið eftir braut! GREAT! Jæja þá var bara að skipta í milljón spilapeninga og gefa stúlkunum lausan tauminn í leiktækin.....en nei þá var meira en helmingurinn bilaður og þau sem voru laus hæfðu ekki alveg aldrinum. Við spiluðum því bara nokkra þythokkýleiki og svo var farið heim. Ef ég væri að reka þennan stað myndi ég skammast mín!

LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
Laugardagskvöldið einkenndist af áfengisdrykkju og almennum óþroska...sem var skemmtileg tilviljun því í upphafi kvölds hófust umræður um hversu þroskuð við hlytum að vera orðin. Farin að haga okkur svo dannað í glasi, hætt black-outunum og að gera okkur að fífli. Við héldum áfram að vera svona þroskuð í c.a. hálftíma - og síðan ekki söguna meir!! Nema ég var að sjálfsögðu dönnuð allt kvöldið og lét mig hverfa þegar fólk fór að hegða sér undarlega og deyja áfengisdauða. Ég náði þó að þrauka nógu lengi til þess að festa suma hegðunina á stafrænt. Afraksturinn má sjá hér á nýjum link til hægri undir MYNDIR.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home