miðvikudagur, maí 03, 2006

Það er nú kannski ekki seinna vænna en að segja frá síðustu helgi sem var góð helgi eins og allar langar helgar. Ekki það að ég hafi gert svo markverða hluti frekar en vanalega. Bauð reyndar pabba á tónleikana með Sinfó, Ragnheiði Gröndal og Eivöru Páls og sá sko ekki eftir því. Þetta voru frábærir tónleikra og ég gekk út með bros á vör og tvo geisladiska í poka – það sama var að segja um pabba. Ég hitti líka Höllu Hrund í fyrsta skipti í langan langan tíma og fékk að líta Gunnar hennar augum í allra fyrsta skipti ...hvort tveggja mjög ánægjulegt!

Á laugardeginum bauð ég svo mömmu, Erlu frænku og Fíu systur í geðveika súkkulaðiköku með jarðaberjum og heitan rétt sem smakkaðist afar vel mér til mikillar ánægju. Eins og örugglega allir vita er ég þekkt fyrir margt annað en að vera lagin í eldhúsinu. En þetta tókst mér alveg sérdeilis vel þannig að það er aldrei að vita að fleiri fái að njóta í bráð.

Á laugardagskvöldið kom Lóa svo til mín í rauðvín og spjall...það var að sjálfsögðu mjög gaman þar til að rauðvínið fór að segja verulega til sín hjá mér og ég varð bara að gjöra svo vel og senda Lóu mína heim mjög mjög snemma :( Lóa mín ég biðst innilega afsökunar og skammast mín mikið enda ekki þekkt fyrir að þrauka manna styst á svona kvöldum!!

Það var svo sem ekki meira markvert sem ég aðhafðist um helgina, fyrir utan náttúrulega að kaupa meira inn í íbúðina og laga meira til. Eftir öll þessi húsgagna og þ.h. kaup er ég orðin alvarlega kaupsjúk og finnst dagurinn nær ónýtur hafi ég ekki keypt a.m.k. eins og einn nýjan hlut á heimilið. Sálfræðingarnir í vinnunni hafa tekið höndum saman og ætla að reyna að “lækna” þessa sýki mína – annars verð ég örugglega að cancela öllum ferðalögum erlendis í sumar.


Í gær komst ég að galla þess að vera með gaseldavél. Ég var búin að taka til uppáhalds pastað mitt og tilheyrandi, potturinn á helluna, maginn ýlfrandi og spennan í hámarki þegar ég uppgvötaði að gasið var búið. Ég var ekki glöð og ekki nennin þannig að það endaði í pizzu! Þakkaði bara fyrir að það var ekki aðfangadagskvöld!

Áfram Fram og til hamingju með titilinn - jeijeijiejiejiejiejiejiejiejiejiejiejiejiejie

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home