miðvikudagur, apríl 19, 2006

ELSKU ÍBÚÐIN MÍN
Á laugardaginn rann upp langþráð stund. Klukkan 13:00 renndum við leiguflutningabílnum okkar í hlað á Háaleitisbraut 56 og fengum lyklana að nýja slotinu. “penthouseíbúð” með útsýni til sjávar og sveita og feikinógu plássi fyrir okkur og gesti. Villi, Danni, Sölvi og Halli snöruðu búslóðinni upp á 4. hæð á meðan ég og Arna keyrðum um á leiguflutningabílnum okkar og keyptum aðeins meira fyrir strákana að bera.
Það var náttúrulega ekki hægt annað en að launa aðstoðarfólkinu fyrir vinnuna svo að við buðum að sjálfsögðu upp á pizzu, bjór og sterkara um kvöldið. Himmi og Herdís heiðruðu okkur með nærveru sinni þrátt fyrir að hafa einnig staðið í flutningum þennan daginn, sem og Kolla og Sunna. Fólk fór misseint heim og sumir ekki fyrr en farið var að birta á ný.

Við erum þó enn að koma hlutunum í gott lag enda áttum við ekki nógu mikið af húsgögnum til þess að fylla svona mikið fermetraflæmi en þetta er allt í áttina og vinir og vandamenn eru að sjálfsögðu velkomnir í heimsókn. Enn hefur þó ekki verið opnað fyrir næturgistingu þar sem að gestaherbergið er ekki tilbúið.

Þúsund þakkarkossar til ykkar sem hjálpuðuð okkur – þið eruð frábær!

Sumardjamm??? Anyone?

(Jói Krói varstu að labba fram hjá vinnunni minni áðan?)

Merry Summer everybody

Erla

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home