þriðjudagur, apríl 25, 2006

Himmi vinur minn er eins og margir vita fluttur í Kópavog og nú lifir hann í allt öðru tímabelti, er orðinn gallharður HK-ingur og mesti aðdáandi Gunna Birgis og núverandi bæjarstjórnar. Ég hef verið að viða að mér upplýsingum um þennan illvíga sjúkdóm og gengur nokkuð vel enda með þrjá sálfræðinga á mínum snærum. Þeir eru allir sammála um að sjúkdómurinn sé erfiður viðureignar, meðferðir umdeildar og batahorfur oftast litlar. Það eru þó meiri líkur á bata ef við byrjum meðferð innan 6 mánaða búsetutíma. Ég er því bjartsýn á að hægt sé að snúa honum frá villu vegar en veit það gæti reynst honum erfiðar en mörgum aðfluttum Kópavogsbúanum enda er hann með tengdafjölskylduna í næsta húsi.
Ég veit að þetta mun líklega kosta mikla vinnu, blóð, svita og tár en ég gefst ekki upp þó móti blási.

HIMMI – EKKI ÖRVÆNTA ÞÉR VERÐUR BJARGAÐ!


áfram Fram

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home