fimmtudagur, maí 11, 2006

Ég hef sterkan grun um að ég sé búin að þróa með mér frjókornaofnæmi. Síðustu vikur hef ég verið að hnerra reglulega, með smávegis nefrennsli og slím og þurrk í augum. Ég hef því ákveðið að hefja tilraunastarfsemi á sjálfri mér með inntöku histamínlyfja. Það skemmtilega við það er líka að þau draga úr timburmönnum – kannski ég skelli mér á tvöfaldan skammt um helgina!

Síðasta sumar var hið mikla brúðkaupssumar – boðin í fimm en fórum í fjögur. Núna erum við búin að fá boð í tvö. Harpa og Halli ætla að ganga í það heilaga 1.júlí og svo Inga og Grímsi þann 15.júlí. Ég sé fram á heljarinnar gleði á báðum stöðum og er strax farin að hlakka til :o)

....og svo aðeins að íbúðarmálum; Gestarherbergið er alveg að komast í gagnið. Nú er rúmið komið, gestasæng og svoleiðis en aðeins eftir að fínpússa. Það er því óhætt að fara að óska eftir gistingu. Sama má segja um tölvu/bókaherbergið en ég bíð í ofvæni eftir að minn heittelskaði gangi frá ADSL tengingunni í íbúðina!

Helgin er eitthvað óráðin ennþá. Langar mikið að fara til Akureyrar og horfa á Fíu fit (systur mína) rústa liðakeppni þrekmeistarans fyrir hönd Bootcamp ;o) Veit þó ekki hvað verður. Fékk líka skemmtilega dularfullt SMS í gær þar sem tilkynnt var um veislu á laugardagskvöld en nánari upplýsingar kæmu síðar – það er svolítið spennandi þó mér sé búið að detta í tvær ástæður fyrir þessari veislu. Þær hugmyndir verða þó ekki reifaðar hér. Það er því margt á huldu varðandi helgina – fyrir utan það að ég ætla að detta íða :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home