Nú er laugardagskvöld og ég sit ein í Fossvogi, edrú og blogga og er jafnvel að hugsa um að fara að leggja mig hvað að hverju....finnst það samt hálf undarlegt þar sem að klukkan er vart orðin 21:30!! Ég hef svo sem afsökun þar sem að ég hef lifað lífi tveggja barna einstæðrar móður síðan eftir vinnu í gær. Já það er ekki bara tekið út með sældinni að fæða, klæða, svæfa og hafa ofan af fyrir 1 og 4 ára strákstubbum allan sólarhringinn. Í nótt svaf ég í c.a. fjóra tíma og var komin á fætur kl. sjö í morgun. það var reyndar skemmtileg tilbreyting frá því að vera að vakna með hausverk seinnipartinn. Í staðinn stóð ég í eldhúsinu, útbjó morgunverð handa "börnunum" mínum og naut þess að sjá sólina gægjast inn á milli gluggatjaldanna. Ég var samt orðin þreytt kl. 13 og náði að leggja mig í klst. með minnsta kútnum um tvö leytið á meðan hinn fór í búðir með ömmu sinni. Villi gisti sl. nótt en hefur gefið okkur upp á bátinn þessa nóttina enda svefnvana eftir að hafa vaknað við litla snáðann. það var samt náttúrulega ég sem fór á fætur og svæfði aftur í þessi skipti sem hann vaknaði - enda ekki karlmannsverk ;o)
Já mér varð hugsað til allra þessara greyins feðra sem vart geta sofið fyrir stöðugri brjóstagjöf á nóttunni. Aldrei friður!
Annars er þetta búið að ganga svo vel að ég get ekki annað séð en ég sé meira en tilbúin að sjá um mín eigin börn....þ.e. þegar ég er tilbúin að gefa frá mér "frelsið"!
Geisp....já ætli það sé samt ekki best að koma sér í háttinn og treysta á guð og lukkuna að snáðarnir báðir sofi í einum dúr fram á morgun (sem eru nær engar líkur á en það má alltaf vona)
Góða drauma
Erla
Já mér varð hugsað til allra þessara greyins feðra sem vart geta sofið fyrir stöðugri brjóstagjöf á nóttunni. Aldrei friður!
Annars er þetta búið að ganga svo vel að ég get ekki annað séð en ég sé meira en tilbúin að sjá um mín eigin börn....þ.e. þegar ég er tilbúin að gefa frá mér "frelsið"!
Geisp....já ætli það sé samt ekki best að koma sér í háttinn og treysta á guð og lukkuna að snáðarnir báðir sofi í einum dúr fram á morgun (sem eru nær engar líkur á en það má alltaf vona)
Góða drauma
Erla
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home