fimmtudagur, mars 16, 2006

HOMLESS AND HOMESICK

Jæja þá erum við formlega orðin heimilislaus og fljótum um í limbói óvissunnar og þurfum að treysta á góðvild vina og ættingja til þess að þurfa ekki að sofa utandyra. Við skiluðum nefninlega af okkur Flyðrugrandanum á þriðjudagskvöldið eftir þjáningarfullan dag þar sem 13 tíma þrotlaus vinna fór í að klára að pakka, henda tveimur sendiferðabílsförmum í Sorpu, flytja afganginn af kössunum og innbúið í Breiðholtið til Stebba bróður og síðast en ekki síst skrúbba pleisið hátt og lágt. Þegar ég fór svo loksins að sofa uppgvötaði ég að ég hafði bara sest niður einu sinni allan daginn og það var í hádeginu – vegna þessa uppskar ég í gær strengi og eymsli í hverjum einasta vöðva líkamans, stanslaus geisp, flökurleika og hausverk. Vinnudagurinn var því ekkert til að hrópa húrra fyrir en ég komst klakklaust í gegnum hann. Fór síðan bara í rúmið fyrir kvöldmat í gær og svaf þar til í morgun. Nú er ég bara orðin þokkalega hress þó að strengirnir segi enn til sín.

Núna get ég ekki beðið eftir að komast í nýju íbúðina en áður en það verður þarf ég víst fyrst að lifa af limbóið í mánuð. Það er skrítið að vera með heimþrá á einhvern stað sem maður hefur aldrei búið á – en ég er búin að innrétta íbúðina svo oft í huganum að það er kannski ekkert skrítið.

Hvað er annars að gerast um helgina?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home