Helgi menningar og félagslyndis
Ég var óvenju menningarleg og félagslynd um þessa helgi. Á föstudagskvöldið bauð Inga í bjór, Idol og slúður sem var menningarlegt út af fyrir sig. Á laugardaginn fórum við Villi á geisladiskamarkað SENU í Fellsmúlanum og ég sem hef varla keypt mér geisladisk síðan hafin var framleiðsla á þeim endaði með 10 stk við kassann!! Eftir þessi kostakaup lá leiðin í Gallerí Fold á opnun myndlistarsýningar, þaðan í miðdegismat á Skalla (sem er líka menningarlegt út af fyrir sig) og síðan endaði ég með pabba á Megasartónleikum í Hallgrímskirkju!!
Á sunnudagsmorguninn bauð ég Villa í Lúxus-brunch á Vegamótum...mmmmmm....geðveikt gott. Þaðan fórum við á Listasafn Reykjavíkur og skoðuðum F(Erró) sýningu, Gabríelu Friðrikssýningu og fl., þaðan á bókasafnið, í heimsókn til Lóu og Jóhanns og síðan í Breiðholtið til Stebba bróður. Í kvöldmatinn eldaði ég svo lasagna en lagðist síðan í sjónvarpsgláp um kvöldið enda búin með menningarkvótann fyrir helgina.
Ég veit ekki hvort að ég get nokkurn tímann toppað þessa helgi - en það má alltaf reyna
Ég var óvenju menningarleg og félagslynd um þessa helgi. Á föstudagskvöldið bauð Inga í bjór, Idol og slúður sem var menningarlegt út af fyrir sig. Á laugardaginn fórum við Villi á geisladiskamarkað SENU í Fellsmúlanum og ég sem hef varla keypt mér geisladisk síðan hafin var framleiðsla á þeim endaði með 10 stk við kassann!! Eftir þessi kostakaup lá leiðin í Gallerí Fold á opnun myndlistarsýningar, þaðan í miðdegismat á Skalla (sem er líka menningarlegt út af fyrir sig) og síðan endaði ég með pabba á Megasartónleikum í Hallgrímskirkju!!
Á sunnudagsmorguninn bauð ég Villa í Lúxus-brunch á Vegamótum...mmmmmm....geðveikt gott. Þaðan fórum við á Listasafn Reykjavíkur og skoðuðum F(Erró) sýningu, Gabríelu Friðrikssýningu og fl., þaðan á bókasafnið, í heimsókn til Lóu og Jóhanns og síðan í Breiðholtið til Stebba bróður. Í kvöldmatinn eldaði ég svo lasagna en lagðist síðan í sjónvarpsgláp um kvöldið enda búin með menningarkvótann fyrir helgina.
Ég veit ekki hvort að ég get nokkurn tímann toppað þessa helgi - en það má alltaf reyna
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home