Ég er farin að panikka svoldið. Ekki út af fuglaflensunni, ekki út af því að það á að byggja enn eitt helv. álverið, ekki af því að framsókn er að fara með okkur til helvítis, ekki af því að múslimar um allan heim eru brjálaðir úti í Dani og fyrir þeim er ég örugglega jafn mikill dani og hver annar Rassmussen........nei ég er að panikka af því að ég þarf að flytja úr Flyðrugrandanum 15. mars og er ekki byrjuð að pakka! ..ja eða ég lýg...ég er búin að pakka niður playstation tölvuleikjunum hans Villa en það var af ásettu ráði ;o) Svo veit ég ekkert hvar ég á að geyma allt dótið mitt í mánuð, hvernig kettirnir höndla inniveruna og hvort að heimurinn fer til andskotans áður en að 15. apríl kemur!!
Annars er ég bara spræk enda Idolið í kvöld þar sem minn"ástkæri" Alexander á vonandi eftir að fara á kostum, Ragnheiður Sara detta út og Ingó gera sig að fífli - það væri nú gaman!
Svo vil ég svona í lokin óska Árna og Sunnu til hamingju með íbúðina sína sem og Rebekku og Dodda! Það lítur út fyrir að við Villi höfum komið af stað íbúðakaupaflóði í kringum okkur með kaupum á Háaleitisbrautinni - það verður því nóg að gera í innflutningspartýjum á næstunni. Ég og Villi, Himmi og Herdís í apríl, Sunna og Árni í maí, Rebekka og Doddus í júní.....rosalega er maður að verða fullorðinn!!!
Svo auglýsi ég eftir hæfum, skemmtilegum ferðafélögum til þess að koma með á sólarströnd í sumar - í afslöppun og skemmtilegheit....anyone anyone? (ath. haldin verða inntökupróf)
Góðar stundir um góða helgi
Erla perla
Annars er ég bara spræk enda Idolið í kvöld þar sem minn"ástkæri" Alexander á vonandi eftir að fara á kostum, Ragnheiður Sara detta út og Ingó gera sig að fífli - það væri nú gaman!
Svo vil ég svona í lokin óska Árna og Sunnu til hamingju með íbúðina sína sem og Rebekku og Dodda! Það lítur út fyrir að við Villi höfum komið af stað íbúðakaupaflóði í kringum okkur með kaupum á Háaleitisbrautinni - það verður því nóg að gera í innflutningspartýjum á næstunni. Ég og Villi, Himmi og Herdís í apríl, Sunna og Árni í maí, Rebekka og Doddus í júní.....rosalega er maður að verða fullorðinn!!!
Svo auglýsi ég eftir hæfum, skemmtilegum ferðafélögum til þess að koma með á sólarströnd í sumar - í afslöppun og skemmtilegheit....anyone anyone? (ath. haldin verða inntökupróf)
Góðar stundir um góða helgi
Erla perla
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home