fimmtudagur, febrúar 23, 2006

KLEPR
Ég er að klepra niður í dag. Það er EKKERT að gera í vinnunni þannig að tíminn líður sama og ekki neitt, ég er í sokkabuxum sem eru að drepa mig úr kláða, það er verið að bora í vegginn sem veldur hávaðamengun, ég er ógeðslega þreytt og langar bara heim að sofa! Ef ég væri ennþá í háskólanum gæti ég bara skrópað í tíma og farið heim í rúmið...en svo gott er það nú ekki lengur!! Ég reyndi að bjarga deginum í hádeginu með því að bruna upp í Borgargrill og fá mér Búkollu - en hún stóðst ekki væntingar mínar sem eyðilagði daginn enn frekar.

Mér datt í hug í gær að flytja til Berlínar, djöfull væri það örugglega gaman - en þá mundi ég að ég var að kaupa mér íbúð. Þannig að rétti tíminn er definately ekki núna því ekki tími ég að leigja einhverju ósómaliði nýja fína heimilið mitt! En ég gæti hafa unnið í Víkingalottóinu í gær og þá gæti ég alveg flutt til Berlínar og átt penthousið mitt á Íslandi þegar ég kæmi í heimsókn! Og ef ég hefði unnið í Bandaríska lottóinu í gær þá hefði ég fengið tæpa 3 milljarða - og þá gæti ég sko pottþétt flutt til Berlínar...damn it!

Ég hata vetrarólympíuleikana...þeir eyðileggja fyrir mér sjónvarpsrútínuna mína. Það er svo langt síðan að ég sá Leiðarljós að ég er komin með fráhvarfseinkenni. Þetta gerist líka þegar sumarólympíuleikarnir eru, EM í öllu, HM í öllu! Óóóóóóóþolandi. Það einfaldlega á bara að vera sér íþróttarás fyrir íþróttaidjótin!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home