mánudagur, febrúar 13, 2006

Ykkur mögulega til mikillar undrunar hef ég ekki eingöngu fjárfest í íbúð heldur lagði ég leið mína í íþróttavörubúð fyrir helgina - jebb u heard me! Það var greinilegt að starfsfólkið taldi engar líkur á því að ég myndi versla nokkurn skapaðan hlut þar - og þ.a.l. fékk ég enga þjónustu þrátt fyrir að hafa væflastum í 20 mínútur í leit að hentugum íþróttabúning. Ég keypti nú samt íþróttabuxur og svitaband :o) Tilefnið? Jú mín er að fara að sjútta húppur á mánudagskvöldum með gamla liðinu að norðan (sjútta húppur = shoot some hoops = spila körfu) og ekki duga gallabuxurnar og djammbolirnir í það!! ÉG ætla núna að fara í aðra íþróttavörubúð og ath hvort að ég fæ betri þjónustu þar og þá mun ég jafn vel spandera pening í íþróttabol! Ef einhverjar stúlkur hafa áhuga á körfu einu sinni í viku, endilega samband - engin sérstök inngönguskilyrði nema gleði og áhugi...engin alvara bara gaman..

Góðar stundir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home