þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Framhald
Eftir að hafa keypt mér íþróttabuxur og svitaband (eins og lesa má um í síðustu færslu) sá ég að ekki var annað hægt en að fjárfesta í íþróttabol líka. Til þess fór ég í Útilíf aftur nema í þetta skiptið í Glæsibæ - viti menn, þar var það sama uppi á teningnum. Mín ráfaði í reiðileisi milli fatarekka í leit að hentugum bol en enginn kom til að aðstoða, að gamni mínu rölti ég í sundfatadeildina til þess að ath. hvort þar væri þjónustan betri - haha - nehei. Ég keypti mér samt bol í Útilíf....af því að ég nennti ekki að fara neitt annað! Ég efast um að Útilíf fái að njóta viðskipta minna aftur í bráð!

Nú lít ég semsagt út eins og íþróttaidíót á mánudagskvöldum þegar ég fer í körfu með stelpunum og þá er tilganginum náð. Verst að þolið er ekki alveg jafn kúl og fötin það kom berlega í ljós í gærkvöldi þegar við spiluðum 3 á 3 - eftir 15 mín. leik var ég örmagna og andstutt! En svona mér til mikils léttis voru hinar það líka :o)

Að öðru:

Ég er stórkostlega , yndislega , ofboðslega, gríðarlega (og allt hitt) hamingjusöm með að Sylvía Nótt hafi unnið söngvakeppnina - það er kominn tími til að fara með eitthvað minna boring í Eurovision, vekja smá athygli og sjá hvort að Evrópa sé nokkuð jafn húmorslaus og margir vilja láta í veðri vaka. Kannski fatta þau bara öll djókið - eins og við föttuðum WigWam djókið - hver veit!

Ég er líka (öll ofantalin lýsingarorð) hamingjusöm með frammistöðu Alexanders Arons í Idolinu....talandi um að koma á óvart......frammistaða laugardagskvöldsins var náttúrulega bara snilld - bíð spennt eftir næsta atriði!

Vil fá að óska afmælisbörnum dagsins til hamingju svona í lokin:
Bjögga mín, Sigga Ásta, Ágústa Hrönn já og held líka Halla Bjarklind - innilega til hamingju með daginn stúlkur!

Góðar stundir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home