föstudagur, febrúar 27, 2004

Spennandi föstudagskvöld framundan skal ég nú segja ykkur....því eftir nákvæmlega 80 mínútur verður gettóhóran mætt á AA-fund -- já börnin mín það er líf annarsstaðar en í flöskunni er mér sagt og hvort að það er satt eða logið mun ég vonandi komast að í kvöld. Kannski hefur síðasti dropi alkahóls nú þegar farið inn fyrir mínar varir.....kannski fáið þið bara vatn með matnum í matarboðunum mínum....og kannski býð ég bara í kaffi og kökur á laugardagskvöldum :o) En kannski ekki....kannski hefur þessi fundur engin áhrif á mitt kalda hjarta og líf mitt sem fyllibytta og auðnuleysingi heldur áfram....veit allavegana að það er það sem þið viljið flest!!! En það gerir svo sem ekki mikið til þar sem að ferðin á fundinn er ekki beint á mínum eigin drukknu forsendum heldur verkefni fyrir skólann.....já þeir eru sko farnir að senda mann á AA-fundi kennararnir!!!

Ég á samt bjór....og kannski ef að fundurinn verður ekki lengi .....og ég frelsast ekki undan fíkninni....þá kannski hugsanlega mögulega mun ég fá mér bjór þetta föstudagskvöldið eins og öll hin síðan ég var 17 ára :o)

Svo er partý hjá Snorra á morgun........jú nó Snorri the guitarplayer...and the piano player...and the singer....and the one who works in Rúmfó....jebb ætti ekki að fara fram hjá neinum!!

Svo langaði mig bara að minna alla á að George Bush er hálfviti af mestu gerð.........breyta stjórnarskránni svo að samkynhneigðir geti ekki gift sig....hvílíkur #%##****#%$**.......
Ég hef alltaf sagt að á meðan Bush er forseti þá fer ég ekki til Bandaríkjanna......og ég þurfti að sanna staðfestu mína um daginn þegar ´mér var boðið til USA í sumar........svo ég sagði nei takk.....kannski um jólin ef að John Kerry er kominn í Hvíta Húsið........gott ég sagði ekki já..því þá hefði ég þurft að afþakka eftir á sökum þessarrar fáránlegu og móðgandi tillögu Bush um breytinguna á stjórnarskránni!!!!
Það er líka eins gott að ekkert ykkar sé að fara að fljúga vestur um haf eitthvað á næstunni........

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Miklar framkvæmdir hafa nú staðið yfir í Flyðrugranda , greni 10 og gagngerar breytingar gerðar á húsnæðinu. Í staðinn fyrir einstaklega ljótan og rifin sófa er komið eðal sófasett 3+1+1. Sófasettið er einstaklega fagurlega hannað og þægilegt. Einnig hefur amerískt gæðarúm verið sett inn í stað gamla, krómaða Rúmfatalagersrúmsins sem margur maðurinn hefur fengið að lúlla í af ýmsum ástæðum. Undurfagrar hillur á hjólum prýða nú skrifstofuherbergið í staðinn fyrir flöskupokana, gömlu tölvuna og annað drasl. Allt þetta auk annara smávægilegra breytinga hafa gert greni 10 að 1. flokks íbúð fyrir fátækar námsmeyjar og gesti þeirra :o) Þegar allt er síðan orðið akkúrat eins og ég vil akkúrat akkúrat mögulega hafa það mun svo verða boðið til veislu.....og hugsanlega fyrr ef ég nenni ekki að standa í frekari breytingum!!!
Minnið getur verið brigðult á tímum eins og ég komst að í gær -- þá skyndilega skaut upp kollinum minningin um að ég væri með blogg....og fólk sem er með blogg hefur skyldum að gegna og skal nú farið yfir skyldur bloggara í nokkrum skrefum:
1)Muna að þú ert með blogg

2)Skrifa smávegis rusl á bloggið..helst daglega til að þeir fáu (í mínu tilfelli) eða hinir fjölmörgu (í annarra tilfellum) verði ekki pirraðir á að geta ekki lesið hvern þú hittir, hvað þú borðaðir og hversu oft þú fórst á klósettið þann daginn.

3)Skrifa skemmtilegar/vandræðalegar/fyndnar sögur af og til á bloggið til að minna aðra á hversu fyndinn þú ert (á ekki við í mínu tilfelli þar sem að fyndni genið mitt týndist daginn sem ég byrjaði að blogga)

4)Setja inn myndir af vinum, vandamönnum og ykkur sjálfum til að sýna fólki hvað þú býrð í myndarlegu umhverfi ( á ekki við um mig þar sem ég kann ekki að setja myndir á bloggið.....bý samt að sjálfsögðu í myndarlegu umhverfi!!)

Sé farið eftir áðurupptöldum reglum mun farsæld og gleði einkenna bloggtíð allra manna og kvenna!!

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Eins og flestir munu vonandi gera sér grein fyrir er Þorrablótsferð minni á ströndina lokið. Kvöldið byrjaði með ágætum þar sem pabbi hélt pínulítið pre-party heima og bauð upp á púrtara, hvítvín og viskí en þar sem að ég drekk hvorki púrtara né er ég þekkt fyrir að vera heljarinnar viskíþambari þá hélt ég í hvítvíninu....á milli þess sem ég var látin þjóna gestunum...hella í glösin...sækja servíettur, snakk og ídýfur og ganga frá!! Þarna skildi ég vel af hverju pabbi gamli var svona uppnuminn yfir að ég skyldi ætla að heiðra hann með heimsókn minni norður í land --Erla litla að koma að stjana við pabba gamla og vini hans! En ég kom nú heil út úr partýinu og leiðin lá á þorrablótið þar sem ég sat með gömlu sveitaköllunum og þeirra frúm við borð ( pabbi bauð sko nebblega starfsmönnunum á blótið..enda fátækir sveitalingar sem ekki hafa efni á slíkum munaði sjálfir :o) Skemmtiatriðin voru þrusugóð á köflum enda langflest skrifuð af fjölskyldumeðlimum gettóhórunnar.....maturinn var eins og við er að búast ábyggilega einstaklega bragðmikill og sérstakur...annars veit ég lítið um mestan matinn þar sem það eina sem fékk leyfi til að koma á diskinn minn var hangikjöt, svið og harðfiskur.....enda er ég ekki þekkt fyrir að taka miklar áhættur hvað varðar mat! Að loknu öllu þessu stússi var auðvitað slegið upp ekta þorrablótsdansleik....pabbi flúði af hólmi án þess einu sinni að dansa við mig...kannski dansaði ég svona illa seinast!! Mér til mikillar skelfingar (var þó aðeins viðbúin) hafði enginn vina minna séð sér fært að mæta nema EINN! Eftir að hafa ráfað um og leitað að viðræðuhæfu fólki var ég farin að örvænta og hugðist halda heim í bólið..........en viti menn - hjálpin barst áður en varð að því.....þarna mætti Óli Magg aka Óli dans ásamt Óla litla a.k.a Óla Dæju, Siffa og síðast en ekki síst stórstirninu Villa Jóns a.k.a. Villa naglbít. Svo mín hélt bara áfram að djamma með þeim herramönnum og verður þeim ævinlega þakklát fyrir að fara í sína árlegu veiði/ævintýraferð á heimaslóðirnar!!!

laugardagur, febrúar 14, 2004

Enn einn Valentínusardagurinn runninn upp með bleikum rósum og hjartalaga súkkulaði......ég fékk sko samt ekki neitt væmið og sætt í morgun þegar ég vaknaði og efast um að fá eitthvað seinna í dag enda komin norður á STRÖNDINA til að blóta þorra í kveld að fornum sið! Borða nú samt ekki þorramat en það hefur hingað til ekki stoppað mig né aðra í að taka þátt í fjörinu enda verða örugglega bráðum komnar sérstakar þorrapizzur á bakkana í staðinn. Hápunktur kvöldisins verður að sjálfsögðu pabbi gamli sem verður veislustjóri og á án efa eftir að vekja mikla kátínu meðal drukkinna unglinga og gamlingja!
En aftur að Valentínusardeginum --- sko ef við Íslendingar viljum endilega halda upp á dag elskenda af hverju finnum við ekki einhvern annan dag og aðra ástæðu. Bandaríska tímasetningin á deginum er bara ekki að passa almenninlega inn í íslenskt samfélag.......bóndadagurinn nýbúinn og allar konurnar búnar að vera góðar við kallinn sinn.......og svo er konudagurinn næstu helgi og þá verða allir bóndarnir góðir við kellingarnar sínar...af hverju þarf að troða Valentínusardeginum þarna inn á milli!!!!

KULDI OG SNJÓR TAKK FYRIR
Í fyrsta skipti í fjölda ára finn ég fyrir löngun í snjó og kulda....helst samt bara upp í fjöllum að sjálfsögðu þar sem að yndisleg frænka mín lánaði mér brettið sitt og brettaskóna svo að ég geti orðið fyrirmyndarbrettapæja án þess að þurfa að eyða stórfé í það...so bláfjöll hér æ komm!!!!

Ég vil svo votta Röskvufélugum mínum samúð mína með kosningaúrslitin í Háskólanum......meira vil ég ekki tjá mig um málið!!

Jæja besta að nýta tækifærið og fara til ömmu og afa og fá mjólk og kleinu :o) og sníkja einhvern frábæran hádegismat á morgun....kannski læri...mmmmmm.....ömmulæri....eða sko ekki ömmulæri heldur læri ala amma...jebb!!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Það hlaut að koma að því að frægðin bankaði á dyrnar hjá mér....enda ekki seinna vænna þar sem ellimerkin eru farin að hellast yfir mína! Þið hafið væntanlega séð mig í Mogganum á Sunnudaginn er það ekki??.....stórglæsileg mynd af mér við leiðara moggans :o) Þetta er náttúrulega byrjunin -- næst verður það Mannlíf og Séð og Heyrt....Kastljós og Ísland í Dag....og hver veit nema ég verði svo svaðalega fræg að ég fái að mæta í 70 mínútur og drekka ógeðisdrykk ;o) Sem er náttúrulega draumur hvers manns virðist vera!!!!

Helgin tókst með ágætum þrátt fyrir frestun á illræmdu frænkukvöldi! Í staðinn skellti ég mér í Vísindaferð sem endaði á Pravda þar sem saman voru komnar flest allar deildir sem voru með Vísindaferðir þetta kvöldið.......fullt af ódýrum bjór og svo slatti af fríbjór þar sem að VAKA bauð öllum sem höfðu eitthvað gult meðferðis upp á ókeypis bjór.....mín mætti nú bara með gult Röskvumerki....bara svona til að vera ógeðslega fyndin!!
Það voru greinilega miklir daðurstraumar í loftinu á Pravda....en mun það ekki vera skýrt hér frekar!! Þó skal taka fram að Rúnni Jóns átti örugglega met kvöldsins og var farin með konu upp á arminn eftir fimm mínútna spjall......reyndar þurftum við Lóa að leggja inn gott orð fyrir hann og það hefur greinilega virkað svona vel!!

Laugardagur.....grillhúsið....bernaisesósa mmmmm.....viktor...bjór....norsari og dónastrákur........heima....bjór.....Trivial...rauðvín....pizza --- jú mjög gott bara!!!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

´Horfði á Halldór Blöndal í kastljósi hérna fyrir tveimur dögum eða svo þar sem að hann var spurður útí það af hverju forsetinn hefði ekki verið látinn vita af ríkisráðsfundinum. Ég meina hvað er málið......það hefði nú ekki verið erfitt og í raun sjálfsagt og þar sem þeim finnst það ekki þá ættu þeir að muna eftir því að stundum er talað um ALMENNA KURTEISI en nei nei þarna sat Halldór og DRULLAÐI nú eiginlega bara yfir hann Óla greyið sem var nú nógu sár yfir öllu hinu. Ég missti allavegana allt mitt álit á Halldóri (sem var nú kannski ekkert sérstaklega mikið fyrir)!!
Ég hef nú útbúið tvær vúdú dúkkur ....önnur í líki Halldórs ...hin í líki Davíðs...... Dúkka í líki Steingríms J. hefur hins vegar tekið við stað Búddalíknesksins míns!!! Sem minnir mig á að minna áhugasama á UVG fundinn á laugardaginn...nánari upplýsingar á VG.is....þ.e. ef þeir eru búnir að ná að redda síðunni sinni eftir árásina um daginn!
Hamingjudagur í gær......Stebbi bróðir og frú bættu við nýjum fjölskyldumeðlimi - stelpu - ég get svarið fyrir það að það fæðast næstum bara stelpur inn í fjölskylduna 95% fjölskyldunnar eru stelpur (makar ekki taldir með)!!! Held ég verði bara að fara að redda þessu......kannski er Villi með yfirgnæfandi Strákasæði!!!

Svo var líka Yatzy kvöld í gær --- ég vann bara einu sinni!!
Svo minnkaði líka ruslið heima hjá mér um helling...þar sem að ég henti út öllu draslinu sem soffía skildi eftir sig hjá mér af því að hún er bara með risastóra 4ja herbergja íbúð og bílskúr til að geyma dót í og það er ekki nóg!!! En nú neyðist hún til þess að taka dótið af því að í bígerð eru mikla framkvæmdir í greni 10 -- it will look just as new very very soon :o)

mánudagur, febrúar 02, 2004

Svo vil ég minna alla á að taka frá föstudagskvöldið 13.febrúar til að horfa á fyrsta þáttinn af hinni mögnuðu, nýju íslensku þáttaröð LANDSINS SNJALLASTI með Hálfdán í fararbroddi en marga miklu betri menn bak við tjöldin!!!
Enn einni viðburðarríkri helgi lokið!!
Fór í fimmtugsammæli í Hólminn -- geðveikt gaman -- samt svolítið löng dagskrá...sagði ég svolítið..ég meinti sko ofurmikið löng dagskrá....FIMM klukkutímar af misgóðum söngatriðum, ræðum og öðrum dagskrárliðum. Pabba atriði var sko auðvitað langbest af því að hann er svo fyndinn -- sko nú veit ég að sumir trúa mér ekki -- en hann getur verið alveg hillarius. Hann söng meira að segja einsöng sem er ekki í frásögur færandi nema af því að hann er örugglega með laglausustu og hæfileikaminnstu söngvurum á landinu og þótt víðar væri leitað.....rosa var ég stolt af kallinum :o)
Stulli samgönguráðherra var líka nokkuð fyndinn......líka Ísólfur Gylfi þingmaður......já maður sækir nú ekki veislur nema eitthvað sé um þekkt andlit!!
Ég og Villi fórum samt eiginlega fyrst að sofa.....samt ekki fyrr en yfir tvö en þá var dagskráin búin og ballið að byrja en við vorum svo þreytt að við gátum ekki vakað lengur --- fórum að sofa á sama tíma og Hrefna frænka -- hún er sko 91 árs!!!

KÓPAVOGUR NÆR NÆSTUM ALLA LEIÐ TIL HELVÍTIS
Að því komst ég á laugardagskvöldið en þá var mér boðið í innflutningspartý til Þrúðu og Atla.........og guð hjálpi þeim og okkur sem þurfum að heimsækja þau í framtíðinni og hugsanlega taka leigubíl til baka! Mér datt ekki í hug að það væri hægt að keyra svona langt upp í Kópavog.....hverjum dettur í hug að búa þarna spyr ég nú bara....ég get svo svarið það að meira að segja tískan var öðruvísi þarna uppfrá!!! En allavegana þá kom Arna með mér sem staðgengill fyrir Villa og eftir að hafa látið plata okkur út í einhverja drykkjuleiki og heimatilbúin skot þá var nú farinn að koma fiðringur í fæturnar og LEIGUB'ILL kallaður til að ferja okkur tvær í Leikhúskjallarann þar sem GULLFOSS OG GEYSIR spiluðu fyrir dansi. Kvöldið tók sinn toll því að ég svaf fram að kvöldmat í gær og var með hausverk þangað til ég fór aftur að sofa. Slökktum á símanum....svöruðum ekki dyrasímanum og pöntuðum pizzu í staðinn fyrir að elda ---- rosa rosa gott!

AFREK "HELGARINNAR"
- Mætti í skólann í morgun.....önnur afrek eru ekki verð þess að minnast