þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Minnið getur verið brigðult á tímum eins og ég komst að í gær -- þá skyndilega skaut upp kollinum minningin um að ég væri með blogg....og fólk sem er með blogg hefur skyldum að gegna og skal nú farið yfir skyldur bloggara í nokkrum skrefum:
1)Muna að þú ert með blogg

2)Skrifa smávegis rusl á bloggið..helst daglega til að þeir fáu (í mínu tilfelli) eða hinir fjölmörgu (í annarra tilfellum) verði ekki pirraðir á að geta ekki lesið hvern þú hittir, hvað þú borðaðir og hversu oft þú fórst á klósettið þann daginn.

3)Skrifa skemmtilegar/vandræðalegar/fyndnar sögur af og til á bloggið til að minna aðra á hversu fyndinn þú ert (á ekki við í mínu tilfelli þar sem að fyndni genið mitt týndist daginn sem ég byrjaði að blogga)

4)Setja inn myndir af vinum, vandamönnum og ykkur sjálfum til að sýna fólki hvað þú býrð í myndarlegu umhverfi ( á ekki við um mig þar sem ég kann ekki að setja myndir á bloggið.....bý samt að sjálfsögðu í myndarlegu umhverfi!!)

Sé farið eftir áðurupptöldum reglum mun farsæld og gleði einkenna bloggtíð allra manna og kvenna!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home