föstudagur, febrúar 27, 2004

Spennandi föstudagskvöld framundan skal ég nú segja ykkur....því eftir nákvæmlega 80 mínútur verður gettóhóran mætt á AA-fund -- já börnin mín það er líf annarsstaðar en í flöskunni er mér sagt og hvort að það er satt eða logið mun ég vonandi komast að í kvöld. Kannski hefur síðasti dropi alkahóls nú þegar farið inn fyrir mínar varir.....kannski fáið þið bara vatn með matnum í matarboðunum mínum....og kannski býð ég bara í kaffi og kökur á laugardagskvöldum :o) En kannski ekki....kannski hefur þessi fundur engin áhrif á mitt kalda hjarta og líf mitt sem fyllibytta og auðnuleysingi heldur áfram....veit allavegana að það er það sem þið viljið flest!!! En það gerir svo sem ekki mikið til þar sem að ferðin á fundinn er ekki beint á mínum eigin drukknu forsendum heldur verkefni fyrir skólann.....já þeir eru sko farnir að senda mann á AA-fundi kennararnir!!!

Ég á samt bjór....og kannski ef að fundurinn verður ekki lengi .....og ég frelsast ekki undan fíkninni....þá kannski hugsanlega mögulega mun ég fá mér bjór þetta föstudagskvöldið eins og öll hin síðan ég var 17 ára :o)

Svo er partý hjá Snorra á morgun........jú nó Snorri the guitarplayer...and the piano player...and the singer....and the one who works in Rúmfó....jebb ætti ekki að fara fram hjá neinum!!

Svo langaði mig bara að minna alla á að George Bush er hálfviti af mestu gerð.........breyta stjórnarskránni svo að samkynhneigðir geti ekki gift sig....hvílíkur #%##****#%$**.......
Ég hef alltaf sagt að á meðan Bush er forseti þá fer ég ekki til Bandaríkjanna......og ég þurfti að sanna staðfestu mína um daginn þegar ´mér var boðið til USA í sumar........svo ég sagði nei takk.....kannski um jólin ef að John Kerry er kominn í Hvíta Húsið........gott ég sagði ekki já..því þá hefði ég þurft að afþakka eftir á sökum þessarrar fáránlegu og móðgandi tillögu Bush um breytinguna á stjórnarskránni!!!!
Það er líka eins gott að ekkert ykkar sé að fara að fljúga vestur um haf eitthvað á næstunni........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home