mánudagur, febrúar 09, 2004

Það hlaut að koma að því að frægðin bankaði á dyrnar hjá mér....enda ekki seinna vænna þar sem ellimerkin eru farin að hellast yfir mína! Þið hafið væntanlega séð mig í Mogganum á Sunnudaginn er það ekki??.....stórglæsileg mynd af mér við leiðara moggans :o) Þetta er náttúrulega byrjunin -- næst verður það Mannlíf og Séð og Heyrt....Kastljós og Ísland í Dag....og hver veit nema ég verði svo svaðalega fræg að ég fái að mæta í 70 mínútur og drekka ógeðisdrykk ;o) Sem er náttúrulega draumur hvers manns virðist vera!!!!

Helgin tókst með ágætum þrátt fyrir frestun á illræmdu frænkukvöldi! Í staðinn skellti ég mér í Vísindaferð sem endaði á Pravda þar sem saman voru komnar flest allar deildir sem voru með Vísindaferðir þetta kvöldið.......fullt af ódýrum bjór og svo slatti af fríbjór þar sem að VAKA bauð öllum sem höfðu eitthvað gult meðferðis upp á ókeypis bjór.....mín mætti nú bara með gult Röskvumerki....bara svona til að vera ógeðslega fyndin!!
Það voru greinilega miklir daðurstraumar í loftinu á Pravda....en mun það ekki vera skýrt hér frekar!! Þó skal taka fram að Rúnni Jóns átti örugglega met kvöldsins og var farin með konu upp á arminn eftir fimm mínútna spjall......reyndar þurftum við Lóa að leggja inn gott orð fyrir hann og það hefur greinilega virkað svona vel!!

Laugardagur.....grillhúsið....bernaisesósa mmmmm.....viktor...bjór....norsari og dónastrákur........heima....bjór.....Trivial...rauðvín....pizza --- jú mjög gott bara!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home