mánudagur, febrúar 02, 2004

Enn einni viðburðarríkri helgi lokið!!
Fór í fimmtugsammæli í Hólminn -- geðveikt gaman -- samt svolítið löng dagskrá...sagði ég svolítið..ég meinti sko ofurmikið löng dagskrá....FIMM klukkutímar af misgóðum söngatriðum, ræðum og öðrum dagskrárliðum. Pabba atriði var sko auðvitað langbest af því að hann er svo fyndinn -- sko nú veit ég að sumir trúa mér ekki -- en hann getur verið alveg hillarius. Hann söng meira að segja einsöng sem er ekki í frásögur færandi nema af því að hann er örugglega með laglausustu og hæfileikaminnstu söngvurum á landinu og þótt víðar væri leitað.....rosa var ég stolt af kallinum :o)
Stulli samgönguráðherra var líka nokkuð fyndinn......líka Ísólfur Gylfi þingmaður......já maður sækir nú ekki veislur nema eitthvað sé um þekkt andlit!!
Ég og Villi fórum samt eiginlega fyrst að sofa.....samt ekki fyrr en yfir tvö en þá var dagskráin búin og ballið að byrja en við vorum svo þreytt að við gátum ekki vakað lengur --- fórum að sofa á sama tíma og Hrefna frænka -- hún er sko 91 árs!!!

KÓPAVOGUR NÆR NÆSTUM ALLA LEIÐ TIL HELVÍTIS
Að því komst ég á laugardagskvöldið en þá var mér boðið í innflutningspartý til Þrúðu og Atla.........og guð hjálpi þeim og okkur sem þurfum að heimsækja þau í framtíðinni og hugsanlega taka leigubíl til baka! Mér datt ekki í hug að það væri hægt að keyra svona langt upp í Kópavog.....hverjum dettur í hug að búa þarna spyr ég nú bara....ég get svo svarið það að meira að segja tískan var öðruvísi þarna uppfrá!!! En allavegana þá kom Arna með mér sem staðgengill fyrir Villa og eftir að hafa látið plata okkur út í einhverja drykkjuleiki og heimatilbúin skot þá var nú farinn að koma fiðringur í fæturnar og LEIGUB'ILL kallaður til að ferja okkur tvær í Leikhúskjallarann þar sem GULLFOSS OG GEYSIR spiluðu fyrir dansi. Kvöldið tók sinn toll því að ég svaf fram að kvöldmat í gær og var með hausverk þangað til ég fór aftur að sofa. Slökktum á símanum....svöruðum ekki dyrasímanum og pöntuðum pizzu í staðinn fyrir að elda ---- rosa rosa gott!

AFREK "HELGARINNAR"
- Mætti í skólann í morgun.....önnur afrek eru ekki verð þess að minnast

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home