þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Eins og flestir munu vonandi gera sér grein fyrir er Þorrablótsferð minni á ströndina lokið. Kvöldið byrjaði með ágætum þar sem pabbi hélt pínulítið pre-party heima og bauð upp á púrtara, hvítvín og viskí en þar sem að ég drekk hvorki púrtara né er ég þekkt fyrir að vera heljarinnar viskíþambari þá hélt ég í hvítvíninu....á milli þess sem ég var látin þjóna gestunum...hella í glösin...sækja servíettur, snakk og ídýfur og ganga frá!! Þarna skildi ég vel af hverju pabbi gamli var svona uppnuminn yfir að ég skyldi ætla að heiðra hann með heimsókn minni norður í land --Erla litla að koma að stjana við pabba gamla og vini hans! En ég kom nú heil út úr partýinu og leiðin lá á þorrablótið þar sem ég sat með gömlu sveitaköllunum og þeirra frúm við borð ( pabbi bauð sko nebblega starfsmönnunum á blótið..enda fátækir sveitalingar sem ekki hafa efni á slíkum munaði sjálfir :o) Skemmtiatriðin voru þrusugóð á köflum enda langflest skrifuð af fjölskyldumeðlimum gettóhórunnar.....maturinn var eins og við er að búast ábyggilega einstaklega bragðmikill og sérstakur...annars veit ég lítið um mestan matinn þar sem það eina sem fékk leyfi til að koma á diskinn minn var hangikjöt, svið og harðfiskur.....enda er ég ekki þekkt fyrir að taka miklar áhættur hvað varðar mat! Að loknu öllu þessu stússi var auðvitað slegið upp ekta þorrablótsdansleik....pabbi flúði af hólmi án þess einu sinni að dansa við mig...kannski dansaði ég svona illa seinast!! Mér til mikillar skelfingar (var þó aðeins viðbúin) hafði enginn vina minna séð sér fært að mæta nema EINN! Eftir að hafa ráfað um og leitað að viðræðuhæfu fólki var ég farin að örvænta og hugðist halda heim í bólið..........en viti menn - hjálpin barst áður en varð að því.....þarna mætti Óli Magg aka Óli dans ásamt Óla litla a.k.a Óla Dæju, Siffa og síðast en ekki síst stórstirninu Villa Jóns a.k.a. Villa naglbít. Svo mín hélt bara áfram að djamma með þeim herramönnum og verður þeim ævinlega þakklát fyrir að fara í sína árlegu veiði/ævintýraferð á heimaslóðirnar!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home