laugardagur, febrúar 14, 2004

Enn einn Valentínusardagurinn runninn upp með bleikum rósum og hjartalaga súkkulaði......ég fékk sko samt ekki neitt væmið og sætt í morgun þegar ég vaknaði og efast um að fá eitthvað seinna í dag enda komin norður á STRÖNDINA til að blóta þorra í kveld að fornum sið! Borða nú samt ekki þorramat en það hefur hingað til ekki stoppað mig né aðra í að taka þátt í fjörinu enda verða örugglega bráðum komnar sérstakar þorrapizzur á bakkana í staðinn. Hápunktur kvöldisins verður að sjálfsögðu pabbi gamli sem verður veislustjóri og á án efa eftir að vekja mikla kátínu meðal drukkinna unglinga og gamlingja!
En aftur að Valentínusardeginum --- sko ef við Íslendingar viljum endilega halda upp á dag elskenda af hverju finnum við ekki einhvern annan dag og aðra ástæðu. Bandaríska tímasetningin á deginum er bara ekki að passa almenninlega inn í íslenskt samfélag.......bóndadagurinn nýbúinn og allar konurnar búnar að vera góðar við kallinn sinn.......og svo er konudagurinn næstu helgi og þá verða allir bóndarnir góðir við kellingarnar sínar...af hverju þarf að troða Valentínusardeginum þarna inn á milli!!!!

KULDI OG SNJÓR TAKK FYRIR
Í fyrsta skipti í fjölda ára finn ég fyrir löngun í snjó og kulda....helst samt bara upp í fjöllum að sjálfsögðu þar sem að yndisleg frænka mín lánaði mér brettið sitt og brettaskóna svo að ég geti orðið fyrirmyndarbrettapæja án þess að þurfa að eyða stórfé í það...so bláfjöll hér æ komm!!!!

Ég vil svo votta Röskvufélugum mínum samúð mína með kosningaúrslitin í Háskólanum......meira vil ég ekki tjá mig um málið!!

Jæja besta að nýta tækifærið og fara til ömmu og afa og fá mjólk og kleinu :o) og sníkja einhvern frábæran hádegismat á morgun....kannski læri...mmmmmm.....ömmulæri....eða sko ekki ömmulæri heldur læri ala amma...jebb!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home