mánudagur, mars 01, 2004

Þetta með AA-fundinn gekk ekki alveg eftir.....því miður......eða ekki....jú aðallega miður þar sem að ég átti eiginlega að skila verkefni úr þessu um helgina --- verða bara að vona að kennarinn sé einstaklega skilningsrík kona með húmor fyrir því sem gerðist!!

Annars var helgin í rólegri kantinum með sjónvarpsgláp á föstudegi.......þrusugóðum og úrslitagóðum bikarleik karla í handbolta þar sem gulir og glaðir KA-menn fóru með sigur úr býtum. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér sársaukann og erfiðleikana sem góðir stuðningsmenn þurfa að ganga í gegnum....finnst hreinlega núna eftir eigin reynslu að þeir ættu að fá borgað fyrir þetta.......hvers vegna spyrjið þið ófróðu kannski nú......
But here´s why:

1) Maður þarf að klappa ALLAN tímann......klappa til að hvetja liðið sitt.....og svo klappa til að trufla mótspilarana...klappa klappa klappa...bara í mismunandi takti.

2) Maður þarf að reyna mjög mikið á raddböndin.....öskra til að hvetja sína menn.....öskra til að trufla hina.....öskra til að fagna marki.....öskra til að blóta dómurunum.......og öskra af vonbrigðum.

3)Maður þarf að vera MJÖG sáttur....því þröngt mega sáttir sitja og þarna var sérstaklega þröngt setið....slíkt orsakar hita og svita samfara misgóðri lykt nálægra. Öll föt þarfnast því góðrar skolunar eftir leik.

4)Maður er líkamlega og andlega búinn eftir slíkar þolraunir..........dofnar og aumar hendur......hæsi í tali......svitaböðuð föt og ýmis önnur óþægindi fylgja. Er samt ekki frá því að ég hafi mjókkað.... svo þröngt var um fólk!!!!!

Þetta var hins vegar geigvænlegt stuð.......miklu skemmtilegra en að horfa heima í stofu!! Kannski ég sæki um vinnu sem stuðningsmaður....ég er nefninlega ógeðslega góð í því!!!!

Stjörnu helgarinnar fær svo Snorri Örn Clausen fyrir að bjóða óendanlega mikilli samansuðu af ólíku fólki í partý á laugardaginn.........það er greinilegt að dömur í Rúmfatalagernum fá ekki vel borgað og hafa því eingöngu efni á einstaklega smáum efnispjötlum sem þær nota til að hylja hið allra heilagasta --- litlu greyin -- það hefur kannski enginn ennþá bent þeim á Hjálpræðisherinn en þar ´má finna hlý, góð og efnismikil föt.....föt með reynslu.....föt sem reyndar eru a.m.k. 20 árum eldri en þær....fyrir lítinn sem engan pening!!

Rebekka..ég sakna þín líka

Aðra stjörnu fær systir mín, hin algóða, alfagra og alvitra Soffía fyrir að lána mér fartölvuna sína......nú loksins get ég verið alvöru Háskólanemi!!!

Kiddi a.k.a. BubbiElli fær stjörnu fyrir að koma suður um helgina, Herdís hans Himma fyrir að mæta loksins í partý með okkur, Villi fyrir að elda handa mér í gær og hmmmmmmmmm neibbs engar fleiri stjörnur gefnar í dag!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home