föstudagur, janúar 30, 2004

Held það sé engum blöðum um það að fletta en að ég sé efni í meistarabrettapæju eftir ferðina í Bláfjöll í fyrradag. Þvílíkir snilldartaktar hjá firsttimer hafa ekki sést í langan tíma að sögn kunnugra!!
Verst hvað er samt dýrt að leigja bretti og borga sig í fjallið....sérstaklega ef maður fer nú að fara eitthvað að ráði.....þess vegna AUGLÝSI ÉG EFTIR SNJÓBRETTI TIL LÁNS svona öðru hvoru....gott ef skór nr. ca. 39 fylgja með!!! Eini annmarkinn á þessari snjóbrettaferð minni er svona "post-pain"
meaning : Hroðalegir, þjáningafullir strengir út um allan líkama sem gera það að verkum að allar hreyfingar mínar einkennast af stirðleika og klaufalegheitum sem orsakar augngotur ókunnugra á götum úti og göngum Háskólans - but what do I care??!!!

Þessi helgi eins og aðrar er fullskipuð mikilli dagskrá. Nú um c.a. fimm mun bláa þruman þeysa vestur í land nánar tekið í Stykkishólm þar sem fjölmennt fimmtugsafmæli fer fram á hótelinu...matur, skemmtiatriði, drykkir og ball!! Að sjálfsögðu erum við hjúin grand á því og gistum líka á Hótelinu :o) Komum svo aftur heim á morgun laugardag og er stefnt að því að mæta í innflutningsgeim hjá Þrúðu og Atla í Kópavoginum...aldrei að vita svo nema stefnan verði tekin niðrí bæ!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home