mánudagur, janúar 26, 2004

WHAT A FABULOUS WEEKEND AND VERY TIRING!!
Á föstudaginn get ég nu ekki sagt að mikið hafi verið brallað.....af því að ég man eiginlega ekkert hvað ég var að gera þá en hins vegar man ég að ég og Arna kíktum á Vegamóti í bjór Nachos með ofurgóðu ostasósunni sem er svo góð að meira að segja Arna sem borðaði ekki ostasósu er farin að klára úr skálinni þó að það séu engar flögur eftir!!!
Þessir tveir bjórar náðu hins vegar að segja til sín morguninn eftir þar sem ég þurfti að vakna klukkan tíu til að gera allt reddí fyrir brúðkaupið! Kolla litla frænka og Maggi voru nefninlega að láta pússa sig saman og skýra litlu dömuna......ég er allt of veik fyrir svona brúðkaupum......tárast og langar til að hágráta alla serimóníuna -- en mér tókst að hemja mig. Síðan var 130 manna veisla út á Álftanesi....geðveikur matur og kökur og kaffi og kampavín.....pabbi veislustjóri......fullt af skemmtiatriðum og söng!!
Svo var maður fenginn til að passa the newlyweds kid um fram á nótt!! Ég verð örugglega ágætis mamma.....tókst að búa til mat og pela með öskrandi barn á handleggnum.....skipta á því...klæða það í náttföt og svæfa.....á met tíma held ég meira að segja bara líka. But I was dying of threyta þegar ég fór heim og þurfti svo að vakna snemma aftur á sunnudeginum til að fara í útskriftar brunch og svo til Stebba bróður sem átti afmæli og svo að horfa á ömurlega íslenska landsliðið spila sig út úr EM og svo panta pizzu og fá Örnu í heimsókn.........og ég var svo þreytt eftir þetta allt saman að ég gat ekki hugsað mér að vakna í skólann heldur hélt áfram að lúlla með Villa mínum sem kom ekki heim úr vinnunni fyrr en níu í morgun!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home