mánudagur, nóvember 24, 2003

Það er djöfulsins byrjað að verða hvítt....ég þurfti meira að segja að skafa í morgun - ég sem bý ekki einu sinni uppí Breiðholti eða einhverju öðru godforsaken reykjavíkurútkjálka og sveit. Nei ég bý í vesturbænum og er ekki vön að þurfa að skafa -- en svo er ég nú reyndar heldur ekki vön að fara jafn snemma á fætur og í morgun. En af því að það eru að koma próf neyðist ég til að rífa sjálfa mig upp á rasshárunum til að koma mér í skólann eða til að læra -- gott að þetta er bara stutt tímabil!!

Ef svo vill til...sem ég veit að vill til að einhver hafi ekki hitt mig nýlega þá er ég komin með alveg nýja klippingu. Sem kom reyndar í kjölfar tilraunar Sindra til að klippa AF mér toppinn ekki klippa Á mig topp eins og planið var. Ég er líka komin með ógeðslega mikla vöðva og stinnan rass og er alveg að verða brún (það tekur sko soldinn tíma fyrir albínóa eins og mig)-- þannig að um jólin verð ég alveg obboðslega mikil gella ;o)

Á laugardagskvöldið upplifði ég eitt skemmtilegasta djamm í langan tíma -- Matarboð Bjarka og Ingu-- Bjarki hafði staðið sveittur við eldavélina frá klukkan 3 um daginn eða í fjóra og hálfan tíma þegar við stelpurnar (Erla, Arna, BJögga og Lóa) mættum á svæðið. Þarna upplifðum við margt skrítið.....fimm stráka að kuðlast inn í eldhúsi allir í einu á meðan við stelpurnar sötruðum rauðvín í stofunni. Mjög skemmtileg tilbreyting. Þarna voru svo líka Baldur (Bárðarbróðir), Jói (Andrésarbróðir), Bjarni Már (dauðabreik) who is very exotic.. og Sibbi. Inga og Sigga (ingusystir) komu náttúrulega ekki fyrr en við hin vorum hérumbil búin að borða....en það var allt í lagi því það var smá pláss vandamál í gangi fyrst. En allavegana I am verry exotic mr. president þá var þetta bara magnað matarboð sem var fylgt eftir með heimsókn í Sálfræðipartý í framsóknarhúsinu og svo heimsókn á 22. Mr. President you are wery exotic! Jájá.

Eftir þetta matarboð hafði ég lært nokkra hluti:
1) Strákar geta greinilega eldað...allavegana Bjarki
2)Strákar geta greinilega haft snyrtilegt í íbúðinni sinni....allavegana Bjarki (nema hann hafi tekið svona svakalega vel til áður en við komum)
3)Inga er óstundvís -- meira að segja í sín eigin matarboð
4)Bjarni Már is verrrí exotic og hefur mjög takmarkaðan orðaforða
5)Höstl gengur greinilega best milli ólíkra vinahópa (sannaðist mjög þetta kvöld)
6)Ásamt ýmsu öðru sem mun ekki verða upptalið hér.

Nú er bara að læra og læra og læra og læra og læra og læra og drekka magic til að halda sér vakandi --hmmm ætla samt að horfa á Leiðarljós

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home