mánudagur, nóvember 15, 2004

Jebbs now another monday has walked in the park and friday on very close grass! Helgin tókst með eindæmum skítsæmilega. Föstudagurinn fór í idol og spil með Villa, Örnu og Lóu. Ég og Arna unnum næstum því í pictonary........sko mjööööggg næstum því.....ég hef grun um að þetta næstum sé kom til af því að Arna hafi verið farin að sjá tvöfalt...og já jafnvel þrefalt í endann ;o)
Laugardagurinn fór í að hjálpa Bjöggu aðeins að flytja í Gautlandið og gera eitt af verkefnum dauðans.....lyfti mér samt aðeins upp um kvöldið þar sem að Björg bauð til heljarinnar veislu.....hún var fámenn og góðmenn en samt alveg heljarinnar. Bjór, rauðvín, bökur kökur og kaffi í massavís og mamma hennar sá um að engan skorti neitt. (þetta var eins og í vísindaferð á Hrafnistu -fyrir ykkur sem kannast við þá gleðina) Ég stimplaðist hins vegar lélegast djammari kvölsins þegar ég ákvað að nýta þær fáu skynsemisfrumur sem eftir eru í mér og fara heim í fyrra fallinu og ekkert niður í bæ -- elsku Clausen takk fyrir farið!
Maður gæti nú haldið að verkefni dauðans hefði verið lokið ....svona af því að það væri dauðans og því öllu lokið.....en nei enn fleiri klukkustundir fóru í það á sunnudeginum. Ég endaði síðan helgina með því að fara með "börnin mín" í bíó á THE GRUDGE -- Hún er STRANGLEGA bönnuð innan 16 ára en ábyrga manneskjan ég ábyrgðist að 15 ára strákurinn minn væri 16 ára. Ekki spyrja hvernig mér fannst myndin......ég sá ekki nema 40% af henni...heyrði reyndar aðeins meira - jú hljóðið var gott!!! Annars finnst mér að það ætti ekkert að stranglega banna eitthvað svona innan 16.....ég var meira en qualafied inn á þessa mynd og var að deyja á meðan 15 ára strákurinn minn skildi ekkert hvaða aumingjaskapur væri í mér! Hann er líka töffari!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home