fimmtudagur, september 14, 2006

THANK GOD IT´S OVER!!!
Mikið guðs lifandi er ég fegin að RockStar er búið. Nú geta Íslendingar snúið sér aftur að hinu daglega, sorglega lífi og lagt súperstjörnudraumana á hilluna. Ekki það að ég hafi snúist gegn þjóðrembunni sem hefur einkennt landann síðustu vikur, mér fannst ótrúlega gaman að Magni skyldi hafa komist svona langt þó að það væri bara vegna þess hvað við (nema ég) lögðum mikið á okkur til þess að fleyta honum áfram. Ég er bara svo ánægð að geta farið að sofa á skikkanlegum tíma á þriðjudögum og miðvikudögum án þess að skammast mín fyrir að hafa ekki vakað og staðið við bakið á "okkar" manni. Ég er líka fegin að þurfa ekki lengur að reyna að sannfæra alla um hvað Lukas er í rauninni yndislegur og á ekki skilið að vera kallaður skunkurinn. Og síðast en ekki síst verður mikill léttir að fá samstarsfólkið útsofið í vinnuna og að vera ekki að "trufla" það þegar það er að kjósa á Hawai og Ástralíutíma!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home